Skemmtileg og gefandi vinna í boði
Salbjörg Engilbertsdóttir | 07. nóvember 2014
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennara / leiðbeinanda í 43,75% starf og er vinnutíminn 12:30-16:00. Starfsmaður þarf að geta hafið störf í byrjun desember 2014. Einnig auglýsum við eftir leikskólakennara / leiðbeinanda í 100% starf og er vinnutíminn 8:00-16:00. Starfsmaður þarf að geta hafið störf í byrjun janúar 2015.
Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugu starfsfólki sem hefur gaman af börnum, býr yfir góðri samskiptahæfni og hefur ríka þjónustulund. Einnig er skipulagshæfni og jákvæðni mikilvægur kostur.
Nánari starfslýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu leikskólastjóra eða í síma 451 3411. Einnig er hægt að senda tölvupóst á leikskólastjóra í netfangið: leikskolastjori@strandabyggd.is
Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum til leikskólastjóra eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3. Umsóknafrestur er til 18. nóvember 2014. Þeir sem eiga eldri umsóknir um störf á leikskólanum Lækjarbrekku eru beðnir um að endurnýja umsóknir sínar. Leikskólastjóri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum standist þær ekki kröfur.