A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skemmtilegur og skapandi hugmyndafundur um fjárhagsáætlun

| 21. nóvember 2010

Skemmtilegur og skapandi hugmyndafundur um fjárhagsáætlun Strandabyggðar fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík þriðjudaginn 23. nóvember kl. 20:00. Stutt kynning verður á stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins áður en farið verður í hugmyndavinnu í umræðuhópum. Leitast verður við að svara fjórum spurningum: Hvar má hagræða? Hvað má ekki spara? Hvernig getum við aukið tekjur? Hvað kostar lítið en gerir mikið? Litlar, stórar, nýjar og gamlar hugmyndir eru vel þegnar. Frábært tækifæri til að hittast, spjalla og hafa áhrif á framtíð Strandabyggðar. Allir íbúar eru hvattir til að mæta!

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón