A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skerðing á framlögum Jöfnunarsjóðs

| 01. júlí 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var enduráætlun Jöfnunarsjóðs kynnt fyrir helgi.  https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/24/Nyjar-og-endurskodadar-aaetlanir-um-framlog-ur-Jofnunarsjodi-sveitarfelaga/  Þar kemur fram veruleg skerðing á framlögum til sveitarfélaga um allt land.  Skerðingin er mikil hér í Strandabyggð, um 70 milljónir frá fyrri áætlun og helgast hún aðallega af; almennri tekjuskerðingu ríkisins vegna Covid-19, breytinga á íbúafjölda Strandabyggðar, sem hefur áhrif á svokallað útgjaldajöfnunarframlag og skerðingar á svokölluðu fasteignaskattsframlagi. 

Sveitarstjórn óskaði strax eftir símafundi með Jöfnunarsjóði og var hann haldinn sl föstudag.  Síðan þá hafa komið nánari gögn frá Jöfnunarsjóði sem við erum að rýna í og skoða.  Eins er búið að óska eftir fundi með ráðherra sveitarstjórnarmála og verður sá fundur í byrjun ágúst.  Þá erum við að taka saman upplýsingar fyrir þingmenn og aðra sem við munum virkja vegna þessa.

Það er ljóst að þessi mikla skerðing er meiri en okkar spár gengu út á.  Eins og fram kom í pistli mínum þann 17. júní sl. var búið að leggja fram og samþykkja af sveitarstjórn áætlun um niðurskurð í deildum sveitarfélagsins sem og verulegan niðurskurð á framkvæmdum.  Þetta verður nú allt endurskoðað í ljósi þessara síðustu breytinga. 

Það eru margar hliðar á þessu máli og auðvelt að tína sér í stóryrðum og grjótkasti.  Lausnin liggur hins vegar að mínu mati í því, að skoða forsendur framlaga Jöfnunarsjóðs og hlutverki hans gagnvart sveitarfélögunum í landinu.  Það er oft kallað eftir "fyrirsjáanleika í rekstri" og heyrist þetta gjarnan frá útgerðarfyrirtækjum í landinu.  Þeirri beiðni hafa stjórnvöld oft sýnt skilning, enda flestir sammála því að í öllum rekstri þarf að vera hægt að sjá eitthvað inn í framtíðina.  Þessi krafa á ekki síður við um rekstur sveitarfélaga, því sú samfélagsmynd sem byggist upp með árunum, er ekki snúin niður í skyndi. Sú samfélagsmynd með tilheyrandi þjónustustigi og lífsskilyrðum, verður að búa við stöðugleika. 

Á þessum forsendum þarf að ræða þetta mál. 

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón