A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skipað í fyrsta ungmennaráð Strandabyggðar

| 25. janúar 2013
Á Ströndum býr skemmtilegt ungt fólk - ljósm. ASJ
Á Ströndum býr skemmtilegt ungt fólk - ljósm. ASJ
Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar hefur skipað fulltrúa í fyrsta ungmennaráð sveitarfélagsins, samkvæmt nýrri reglugerð. Ungmennaráð verður ráðgefandi um málefni ungs fólks og tilgangur þess er að efla umfjöllun innan stjórnsýslu sveitarfélagsins um þennan mikilvæga málaflokk. Tómstundafulltrúi heldur utan um starfsemi ráðsins.

Aðalfulltrúar í fyrsta ungmennaráði Strandabyggðar eru Guðfinnur Ragnar Jóhannsson, Laufey Heiða Reynisdóttir, Jóhanna Rósmundsdóttir, Valdimar Friðjón Jónsson og Þorbjörg Matthíasdóttir. Varamenn eru Benjamín Páll Gíslason, Björk Ingvarsdóttir, Brynja Karen Daníelsdóttir, Jóhannes Helgi Alfreðsson og Theódór Þórólfsson.

Helsta markmið og hlutverk ungmennaráðs Strandabyggðar er að:
  • Koma skoðunum og tillögum ungs fólks til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins.
  • Gæta hagsmuna ungs fólks með umfjöllun um mál sem snerta aldurshópinn sérstaklega.
  • Fulltrúar þjálfist í lýðræðislegum vinnubrögðum og læri á stjórnkerfi sveitarfélagsins.
  • Vera ráðgefandi um framtíðarsýn í frístundastarfsemi fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu.
  • Efla tengsl milli nemenda í menntastofnunum og sveitarstjórnar með því að standa fyrir umræðu innan menntastofnana um þau mál er til hagsbóta geta verið fyrir ungt fólk.
  • Gera tillögur til sveitarstjórnar um stefnumörkun um málefni ungs fólks.
  • Efla umfjöllun sveitarstjórnar og nefnda um málefni er tengjast ungu fólki.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón