A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skjaldbakan – Turtle Filmfest

Salbjörg Engilbertsdóttir | 29. maí 2015

Þessa stundina dvelur hér á Hólmavík þýskur nemendahópur frá Düsseldorf í Þýskalandi. Á bilinu 10-15 nemendur og fylgdarlið sprangar nú um Strandir, tekur viðtöl, ljósmyndir og kvikmyndar mannlífið á Ströndum. Dvöl nemendanna og verkefni þeirra hér er hluti af námi þeirra erlendis, sem lýkur með kvikmyndarhátíðinni „Turtle Filmfest“ á Hólmavík og nágrenni dagana 10.-16. Ágúst. Í haust má svo búast við að Turtle festival fái töluverða fjölmiðlaumfjöllun innan lands sem utan auk þess sem hún mun trekkja til sín fjölmarga gesti.


Íbúar eru hvattir til að taka vel á móti þýsku nemendunum, opna dyr sínar og eiga endilega frumkvæði að því að bjóða þeim að taka þátt í sem flestum daglegum störfum. Hópurinn er til húsa á efri hæð pósthússins (í húsnæði dreifnámsins). Tungumálakunnátta skiptir í raun litlu máli í þessum samskiptum, því vill hópurinn fyrst og fremst fá innsýn inn í okkar störf, félagslíf, umhverfi og hvað annað sem kann að vekja áhuga þeirra. 

 

Hátíðin Skjaldbakan eða Turtle Filmfest er haldin að frumkvæði Arne Rawe, listamanns og kennara við listaháskóla í Düsseldorf í Þýskalandi. Arne sjálfur stefnir á að búa á Hólmavík í allt að 4 mánuði í sumar til að stýra hátíðinni. Nemendur hans koma af og til í litlum hópum til Hólmavíkur í allt sumar. Nemendurnir ætla sér að vinna hin ýmsu vídeóverk með heimafólki og miða við að vera í miklum samskiptum við fólk og taka virkan þátt í mannlífinu. Hátíðin verður haldin til heiðurs kvikmyndagerðarmanninum Werner Herzog og mun honum og öðrum erlendum gestum vera boðið að taka þátt. 

 

Hátíðin er í raun sjálfbær og er ekki á vegum Strandabyggðar sem er þó styrktaraðili verkefnisins

Arne hefur komið á Strandir með nemendur sína á hverju sumri í nokkur ár og haldið sýningar á afrakstrinum í heimalandinu. Nú stendur til að stækka umfangið töluvert og vill hópurinn gefa ríkulega til baka til samfélagsins. 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón