| 03. febrúar 2012
Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi, Maríus Kárason formaður Félags eldri borgara og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri fagna nýjum samningi.
Samningurinn undirritaður.
Síðastliðinn miðvikudag var hátíðleg stund á skrifstofu Strandabyggðar, en þá var skrifað undir styrktarsamning milli Félags eldri borgara í Strandasýslu og sveitarfélagsins Strandabyggðar. Meginmarkmið samningsins, sem gildir til þriggja ára, er að styðja við þá mikilvægu og öflugu starfsemi sem fer fram allt árið um kring á vegum félagsins. Formaður Félags eldri borgara í Strandasýslu, Maríus Kárason, skrifaði undir samninginn fyrir hönd félagsins og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri skrifaði undir fyrir hönd Strandabyggðar.
Allir íbúar 60 ára og eldri geta gengið í Félag eldri borgara í Strandasýslu og notið þess frábæra starfs sem þar fer fram.