Smíðastofa fyrir eldri borgara
| 13. febrúar 2012
Nú hefur sveitarfélagið Strandabyggð opnað smíðastofu fyrir eldri borgara á fimmtudögum frá kl. 14:00 - 17:00. Með smíðastofunni er verið að koma á fjölbreyttara félagsstarfi en á opnum íbúafundi með eldri borgurum sem Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps stóð fyrir í haust komu fram óskir þar um. Ingibjörg Sigurðardóttir mun hafa umsjón með smíðastofunni eins og félagsstarfinu sem boðið er uppá á þriðjudögum. Eldri borgarar eru hvattir til að nýta sér þetta nýja félagsstarf sem fer fram í Grunnskólanum í Hólmavík, nýju byggingunni.
Allir velkomnir - heitt á könnunni!
Allir velkomnir - heitt á könnunni!