A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Söfnun fyrir Kvennaathvarfið

| 02. mars 2021
Meðal áheita var að standa á höndum
Meðal áheita var að standa á höndum

7.-10. bekkur í Félagsmiðstöðinni Ozon var með söfnun fyrir Kvennaathvarfið 25. febrúar síðastliðinn. Við vorum með góðgerðarkvöld  á Hörmungardögum sem er hátíð haldin á Hólmavík þegar að við erum með alls konar skemmtanir tengdar hörmungum alls staðar í heiminum. 

Við gerðum live stream á Facebook og fengum áheiti í gegnum skilaboð þar og á Instagram. Fyrir hverja áskorun sem við fengum á okkur og uppfylltum þá þurfti manneskjan sem skrifaði áskorunina að leggja inn á okkur upphæð sem viðkomandi bauð uppá.

Stebbi Music Band, sem er hljómsveit í Ozon, spilaði á live streyminu og Svavar Knútur spilaði og söng líka. Við sýndum einnig aðstöðuna hjá okkur í Ozon. 

Við fengum 42.000 krónur frá áheitum í athugasemdum á streyminu, það var hægt að leggja meira inn á okkur fram eftir helgi og í allt í allt fengum við 80.000 sem fer beint til Kvennaathvarfsins. 

Konur sem eru beittar ofbeldi að hálfu núverandi eða fyrrverandi sambýlismanns síns eru velkomnar í athvarfið ásamt börnunum sínum. Aðstandendum kvennanna og fjölskyldumeðlimum er einnig velkomið að hafa samband við athvarfið til að fá ráðgjöf og/eða stuðning. Það eru u.þ.b. 20 konur og börn sem búa í athvafinu.

F.h. Ozonráðs,
Unnur Erna Viðarsdóttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón