A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sóttvarnarreglur-breyting 18.janúar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 20. janúar 2021

Dags. 18.01.2021  (ATH! in english below)

 
Tilkynning um sóttvarnarráðstafanir og ferðatakmarkanir á landamærum Íslands.

 

Íslenska

 

Aðgerðir íslenskra stjórnvalda til þess að fyrirbyggja að kórónaveiran (COVID-19) berist með farþegum til landsins.

 

I)             SÓTTVARNARRÁÐSTAFANIR

 

Þann 15. janúar 2021 tók gildi ný reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19 nr. 18/2021 og gildir hún til 30. apríl 2021. Á sama tíma féll úr gildi reglugerð nr. 1199/2020.

 

Frá 15. janúar 2021 er öllum farþegum (óháð ríkisfangi og búsetu) sem koma til Íslands og dvalið hafa í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum í löndum sem skilgreind eru af sóttvarnarlækni sem áhættusvæði skylt að fara í sýnatöku við komuna til landsins til greiningar á SARS-CoV-2 veirunni og síðan í sóttkví þangað til niðurstöður liggja fyrir úr seinni sýnatöku sem í boði verður og framkvæma skal 5 dögum eftir komu til landsins. Ef sýni úr seinni sýnatöku reynist neikvætt er einstaklingi ekki lengur skylt að sæta sóttkví. Um jákvæð sýni fer eftir 10. gr. reglugerðar nr. 18/2021.

 

Samkvæmt ákvörðun sóttvarnarlæknis teljast nú öll lönd og svæði heims til áhættusvæða. Sóttvarnarlæknir skal reglulega endurmeta hvaða lönd og svæði teljist áhættusvæði, s.s. með hliðsjón af skilgreiningu alþjóðastofnana.

 

Börnum fæddum árið 2005 eða síðar er ekki skylt að sæta sýnatöku en er skylt að vera í sóttkví með foreldri eða forráðamanni. Ef barn fætt 2005 eða síðar kemur til landsins án foreldris eða forráðamanns er því skylt að fara í sýnatöku eftir 5 daga sóttkví. Ef sýni reynist neikvætt er barninu ekki lengur skylt að sæta sóttkví. Um jákvæð sýni fer eftir 10. gr. reglugerðar nr. 18/2021.

 

Sýnataka samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 18/2021 er skipulögð af sóttvarnarlækni og er hún einstaklingi að kostnaðarlausu.

 

Þeir sem sýna fram á, með hæfilegum fyrirvara, að sýnataka sé ekki framkvæmanleg vegna læknisfræðilegra ástæðna eru undirþegnir sýnatöku skv. reglugerð nr. 18/2021, en skulu þess í stað sæta 14 daga sóttkví frá komu til landsins.

 

Um sérstakar undanþágur frá sýnatöku sóttkví og sýnatöku

 

  1. 1.    Alþjóðabólusetningarskírteinið – viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð (bólusetningu)

Hafi einstaklingur við komuna til landsins undir höndum viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð vegna COVID-19 (alþjóðabólusetningarskírteinið) í samræmi við alþjóðaheilbrigðisreglugerð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er honum ekki skylt að fara í sýnatöku skv. reglugerð nr. 18/2021. Sama gildir um bólusetningarvottorð sem gefið er út í EES/EFTA-ríki sem uppfyllir leiðbeiningar sóttvarnarlæknis um vottorð, svo sem um mat á vottorðum við landamæri og efni og form vottorða, t.a.m. um tungumál og hvaða upplýsingar vottorð skal innihalda, svo sem nafn, fæðingardag, ríkisfang, hvar og hvenær bólusetning fór fram, framleiðanda bóluefnis og upplysingar um aðila ábyrgan fyrir útgáfu vottorðs.

 

Bóluefnið þarf að vera viðurkennt bóluefni af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Þann 31.12.2020 viðurkenndi stofnunin bóluefnið Comirnaty (frá Pfizer/BioNTech) en gefa þarf 2 skammta með 19-42 daga millibili fyrir fulla bólusetningu.

 

Landamæraverðir meta hvort vottorð er gilt og kalla til fulltrúa sóttvarnalæknis (heilbrigðisstarfsmann) ef þarf og lokaákvörðun um gildi vottorðs er á ábyrgð sóttvarnalæknis. Ef farþegi framvísar vottorði sem er metið ógilt, þ.e. ef einhver þeirra skilyrða sem er krafist eru ekki fyrir hendi, skal viðkomandi sæta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem öðrum komufarþegum er gert að sæta, þ.e. gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví á milli.

 

Bólusetningarvottorð þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

 

Alþjóðlegt vottorð í samræmi við alþjóðaheilbrigðisreglugerð (alþjóðabólusetningaskírteinið).

Á íslensku, dönsku, norsku, sænsku, ensku eða frönsku.

Fornafn og eftirnafn (sambærilegt við ferðaskilríki).

Fæðingardagur.

Ríkisfang.

Númer vegabréfs.

Heiti sjúkdóms sem bólusett var gegn (COVID-19).

Hvenær bólusetningar fóru fram (dagsetningar) (hvort bólusetningu er lokið).

Útgefandi vottorðs (heilbrigðisstarfsmaður/stofnun) með undirskrift.

Heiti bóluefnis.

Framleiðandi bóluefnis og lotunúmer.

Stimpill útgefanda.

 

Athugið að þó þessi vottorð séu tekin gild á landamærum Íslands til undanþágu á sóttkví á það ekki endilega almennt við um önnur lönd.

 

https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item44039/Vottord-um-bolusetningu-vegna-COVID-19-tekin-gild-a--landamaerum

  1. 2.    Vottorð vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19

Hafi einstaklingur vottorð* um rannsóknarniðurstöðu frá rannsóknarstofu um í EES/EFTA-ríki, Andorra, Mónakó, San Marínó eða Vatíkaninu sem sýnir fram á að COVID-19 sýking sé afstaðan, er honum ekki skylt að fara í sýnatöku skv. reglugerð nr. 18/2021, enda uppfylli vottorðið annað af eftirfarandi skilyrðum:

a)    sýni jákvæða niðurstöðu úr PCR-prófi sem er eldra en 14 daga gamalt, eða

b)    sýni fram á mótefni með mótefnaprófi sem framkvæmt er með ELISA-aðferð.

*Með vottorði er hér einnig átt við staðfestingu frá sóttvarnarlækni á Íslandi. Klínísk sjúkdómsgreining er ekki tekin gild.

Vottorð má vera á pappír eða á rafrænu formi. Landamæraverðir meta hvort vottorð er gilt og kalla til fulltrúa sóttvarnalæknis (heilbrigðisstarfsmann) ef þarf og lokaákvörðun um gildi vottorðs er á ábyrgð sóttvarnalæknis. Ef farþegi framvísar vottorði sem er ógilt, þ.e. ef einhver þeirra skilyrða sem er krafist eru ekki fyrir hendi, skal viðkomandi sæta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem öðrum komufarþegum er gert að sæta, þ.e. gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví á milli.

  • Ekki er tekið við hraðprófum/skyndiprófum (e.RDT) sem mæla mótefnavaka (e. antigen) eða mótefni.

Vottorð þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Vottorð þarf að vera á íslensku, dönsku, norsku, sænsku eða ensku.
  • Fornafn og eftirnafn (sambærilegt við ferðaskilríki).
  • Fæðingardagur.
  • Hvenær sýnataka fór fram (dagsetning)
  • Hvar sýnatakan fór fram (land/borg/heimilisfang).
  • Heiti rannsóknarstofu/útgefanda vottorðs.
  • Dagsetning vottorðs.
  • Símanúmer hjá þeim aðila sem er ábyrgur fyrir útgáfu vottorðsins eða rannsóknarstofu.
  • Tegund prófs (PRC-próf eða mótefnamæling með ELISA blóðvatnsprófi**).
  • Niðurstaða rannsóknar (PCR-próf jákvætt fyrir SARS-CoV-2 eða mótefni til staðar).
    **EIA, ECLIA, CLIA, CLMIA eru sambærileg próf við ELISA
  1. 3.    Tengifarþegar.

Tengifarþegar sem fara ekki út fyrir viðkomandi landamærastöð þurfa ekki að fara í sýnatöku. Tengifarþegum sem fara út fyrir landamærastöð en dvelja innan við 48 tíma á Íslandi er heimilt að fara í sóttkví í stað sýnatöku.

 

  1. 4.    Utanríkismál – brýnar erindagjörðir.

Í samráði við ráðherra sem fer með utanríkismál er sóttvarnalækni heimilt, vegna brýnna erindagjörða, að ákveða sérstakt fyrirkomulag um sóttkví, einangrun og sýnatöku fyrir einstaklinga og sendinefndir sem koma til landsins á vegum íslenskra stjórnvalda, starfsmenn sendiskrifstofa og aðra fulltrúa erlendra ríkja, starfsmenn alþjóðastofnana og einstaklinga í boði þeirra sem þurfa að koma til landsins vegna starfsemi þessara stofnana, meðlimi herliðs og starfsmenn sem sinna mannúðaraðstoð og almannavörnum og fjölskyldur allra framangreindra aðila.

 

  1. 5.    Vinnuferðir erlendis.

Sóttvarnarlækni er heimilt að veita undanþágu frá sýnatöku til einstaklinga sem fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um vinnuferðir erlendis. Slíka undanþágu er einungis heimilt að veita starfsfólki í heilbrigðisþjónustu, starfsfólki sem sinnir flutningum á vöru og þjónustu og starfsfólki lögreglu vegna nauðsynlegra ferða starfs síns vegna.

Samkvæmt sérstökum undanþáguákvæðum sóttvarnarlæknis eru undanþegnar skilyrðum um sóttkví eða sýnatöku áhafnir flugvéla og flutningaskipa búsettar á Íslandi sem fylgt hafa sérstökum varúðarráðstöfunum í vinnuferð, sbr. https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39194/Skilgreind-ahaettusvaedi---Defined-high-risk-areas

Nánari upplýsingar um undanþágur frá kröfum um sóttkví fyrir skipaáhafnir má finna hér: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item41753/Undanþága%20frá%20kröfum%20um%20sóttkví%20fyrir%20skipaáhafnir2.pdf  og um undanþágur frá kröfum um sóttkví fyrir flugáhafnir eftir vinnuferðir erlendis má finna hér: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item41754/Undanþága%20frá%20kröfum%20um%20sóttkví%20fyrir%20flugáhafnir%2026052020.pdf

Nánar um sóttkví og sýnatöku

Neiti einstaklingur að fara í sóttkví eða sýnatöku samkvæmt reglugerð nr. 18/2021 er sóttvarnarlækni heimilt að leita aðstoðar lögregluyfirvalda vegna aðgerða til að varna smiti, s.s. sýnatöku, einangrun eða sóttkví í samræmi við sóttvarnarlög nr. 19/1997. Í þeim tilgangi er lögreglu enn fremur heimilt að kanna hvort einstaklingur er á þeim stað sem hann sætir sóttkví. Áður en gripið er til þvingunaraðgerða skal ætíð reynt að leysa mál með öðrum hætti.

Þeir sem koma á landamærastöð utan þess tíma sólarhrings sem unnt er að taka sýni og ekki eru í áætlunarferð geta óskað eftir sýnatöku með útkalli. Þeim sem sinnir slíku útkalli er heimilt að taka gjald sem nemur 60.000 kr. fyrir útkallið.

Einstaklingur verður að fara í sóttkví ef í ljós kemur að hann hefur verið útsettur fyrir smiti, s.s. vegna þess að smitaður einstaklingur sat nálægt honum í flugvél. Jákvæð niðurstaða, getur eftir aðstæðum, leitt til frekari rannsókna eins og mótefnamælingar til að kanna hvort um virkt smit sé að ræða. Sé um virkt smit að ræða þarf viðkomandi að fara í einangrun í samræmi við kröfur reglugerðar nr. 18/2021.

Ferðamenn sem fara í sóttkví skulu dvelja í húsnæði sem uppfyllir skilyrði um húsnæði sem hentar fyrir sóttkví og bera þeir sjálfir gisti- og uppihaldskostnað meðan á sóttkví stendur enda hafi þeir komið sjálfviljugir hingað til lands þrátt fyrir kröfu stjórnvalda um sóttkví. Nánar um húsnæði í sóttkví: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item41240/Husnaedi-i-sottkvi

Forskráning farþega

Fyrir komuna til Íslands er einstaklingum skylt að forskrá sig með því að fylla út rafrænt eyðublað (á covid.is) þar sem meðal annars koma fram samskiptaupplýsingar, upplýsingar um hvar viðkomandi hefur dvalið, hvar hann hyggst dvelja í sóttkví á Íslandi og upplýsingar um heilsufar. Þeir sem flytja farþega til Íslands er skylt að vekja athygli viðkomandi á skyldu til forskráningar með hæfilegum fyrirvara.

Farþegar eru jafnframt hvattir til að ná í og nota rakningarappið, Rakning C-19, og til að fylgjast með upplýsingagjöf á covid.is.   

Við komu til landsins

Löggæsluyfirvöld á landamærastöð ræða við alla farþega við komu til landsins og upplýsa þá um kröfur um sóttkví, einangrun og sýnatöku í samræmi við reglugerð nr. 18/2021 og um smitrakningarappið, Rakning C-19. Einnig ef ferðamaður þarf eða velur að fara í sóttkví er kannað hvort skilyrði sem um það gilda séu uppfyllt. Leiki rökstuddur grunur á að viðkomandi farþegi muni ekki sæta reglum um sóttkví er frávísun mögulega beitt á landamærum. Einnig er heimild til að sekta vegna brota gegn skyldu til að fara/vera í sóttkví og einangrun, sjá sektarfyrirmæli ríkissaksóknara RS:9/2020 frá 2. nóvember 2020: https://www.rikissaksoknari.is/fyrirmaeli/brot-gegn-sottvarnarlogum-og-reglum-settum-samkvaemt-theim-sbr.-19.-gr.-sottvarnalaga-nr.-19-1997-vegna-heimsfaraldurs-6

Kröfur til flytjenda

Flytjendur farþega til Íslands er gert skylt að vekja athygli farþega á skyldu til forskráningar með hæfilegum fyrirvara. Þá verður að tryggja að kröfur um sóttkví, einangrun og sýnatöku við komu farþega til landsins verði komið tryggilega á framfæri til þeirra sem þegar hafa bókað ferð til landsins og þeirra sem bóka flug, þ.á.m. á bókunarsíðum. Flytjendur farþega eru jafnframt hvattir til að upplýsa farþega sína um smitrakningarappið, Rakning C-19 og www.covid.is þar sem má finna ítarlegar upplýsingar á fjölmörgum tungumálum.

Ítarefni

Nánari upplýsingar um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19 má finna í reglugerð nr. 18/2021: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=404e48c7-c6e7-47ad-8034-af82e8b2654e , á www.covid.is og á heimsíðu landlæknis  www.landlaeknir.is

 

 

II)           FERÐATAKMARKANIR

Allar upplýsingar um ferðatakmarkanir, undanþágur frá þeim og hvaða gögnum skal framvísa við komu má nú finna á vefsvæði landamærasviðs ríkislögreglustjóra (á bæði íslensku og ensku):

https://www.logreglan.is/logreglan/rikislogreglustjori/landamaerasvid/um-ferdatakmarkanir-til-islands-vegna-covid-19/ 

https://www.logreglan.is/english/regarding-travel-restrictions-to-iceland-as-a-result-of-covid-19/  

 

BREXIT – Lok aðlögunartímabils 1. janúar 2021 (00h00 CET)

Frá 1. janúar 2021 hafa breskir ríkisborgarar verið taldir til þriðju ríkis borgara þegar aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu lauk þann 31. desember 2020.

Frá 1. janúar 2021 hafa reglur um komu þriðju ríkis borgara þannig einnig náð til komu breskra ríkisborgara, m.a. um ferðatakmarkanir vegna COVID-19.

ATHUGIÐ hins vegar að breskir ríkisborgarar (og fjölskyldumeðlimir þeirra) sem áttu fasta búsetu á Íslandi eða dvalar- eða búseturétt fyrir 31. desember 2020 héldu þeim réttindum sínum eftir 1. janúar 2021 í samræmi við samning sem undirritaður var af EES/EFTA ríkjunum og Bretlands um útgönguskilmála. Þessir bresku ríkisborgarar (og fjölskyldumeðlimir þeirra) geta því enn ferðast til og frá Íslandi og ferðatakmarkanir vegna COVID-19 eiga ekki við þá. Þar til íslensk stjórnvöld hefja útgáfu nýrra dvalarskírteina fyrir breska ríkisborgara sem áttu hér dvalar- eða búseturétt fyrir 1. janúar 2021 þá er mælt með því að breskir ríkisborgarar sem hyggjast ferðast yfir landamærin sæki um búsetutímavottorð (C-122) hjá Þjóðskrá til sönnunar á dvalarrétti hér á landi.

https://www.logreglan.is/logreglan/rikislogreglustjori/landamaerasvid/brexit-lok-adlogunartimabils-1-januar-2021/ 

https://www.logreglan.is/english/brexit-the-end-of-transition-period-on-1st-of-january-2021/

Nánari upplýsingar fyrir breska ríkisborgara má finna á heimasíðu Útlendingastofnunar: https://utl.is/index.php/um-utlendingastofnun/frettir/1153-upplysingar-fyrir-breska-rikisborgara-2

(English) https://utl.is/index.php/en/information-for-british-citizens

 

 

 

 

 

 

English

 

 

Announcement regarding current restrictions regarding COVID-19

 

Governmental measures aiming to prevent the novel coronavirus COVID-19 from being carried by travelers to Iceland.

 

I)             Quarantine, testing and special precautions

On 15 January 2021 new regulation on quarantine, isolation and testing at Iceland‘s border to combat COVID-19 No. 18/2021 was issued by the Minister of Health that mandates double screening and removes the option to quarantine for 14 days upon arrival to Iceland. The regulation is intended to remain in force until 30. April 2021.

 

As from 15 January 2021, all passengers traveling to Iceland who have stayed for more than 24 hours in the last 14 days in an area defined as risk by the Chief Epidemiologist, must undergo a PCR test upon arrival in Iceland, followed by a 5-6 day quarantine and a second screening at the end of quarantine period. If the second test is negative, then quarantine is lifted.

 

The Chief Epidemiologist shall regularly revalue which countries and areas are defined as risk having taken into consideration information from international organisations such as WHO and ECDC. Iceland’s chief epidemiologist has determined that at present all countries and territories of the world are now considered to be risk areas.

 

Children born in 2005 or later are not required to undergo a PCR-test upon arrival but are required to go into quarantine along with their parents or guardians after entering Iceland. Children born in 2005 and later who travel alone are however, required to undergo a PCR-test after 5 days in quarantine. If the second test is negative, then quarantine is lifted.

 

Testing of travellers for COVID-19 at Iceland’s borders is free of charge.

 

Only in rare circumstances, such as in the case of valid medical reason, exemptions from double screening will be made and the person in question can quarantine for 14 days instead.

 

Certain exemptions from quarantine and testing requirements

 

1. International Certificate of Vaccination or Prophylaxis

If a person can present a qualified copy of an International Certificate of Vaccination confirming full vaccination against COVID-19 he/she is exempt from the quarantine and testing requirements. The certificate is valid only if the vaccine against COVID-19 used has been approved by the World Health Organization (WHO). From 31.12.2020 only the COVID-19 vaccine from Comirnaty (from Pfizer/BioNTech) has been approved by WHO. A completed vaccination is 2 doses separated by 19-42 days.

The same exemption applies if a person presents a qualified certificate of a full vaccine issued by an EEA/EFTA state that complies with the Chief Epidemiologist’s guidance on certificates.

 

 

More details on the certificate of vaccination requirement can be found here (now only available in Icelandic): https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item44039/Vottord-um-bolusetningu-vegna-COVID-19-tekin-gild-a--landamaerum

 

Border control will evaluate whether a certificate is valid and will consult a representative of the Chief Epidemiologist (health care worker) as needed. The final decision of whether a certificate is valid is at the discretion of the Chief Epidemiologist. If a passenger presents a document that is deemed invalid, i.e. if any of the necessary requirements are missing, the passenger must, as other arrival passengers, undergo double testing with 5-day quarantine in between.

 

Please note that although we accept these certificates at the Icelandic border for exemption of testing and quarantine that does not necessarily apply in general in other countries.

2.Certificates regarding previous COVID-19 infection that are accepted at the border in Iceland.

Certificates of prior COVID-19 infection (positive PCR test and/or presence of antibodies) are accepted upon arrival in Iceland for exemption of testing and quarantine based on presumed immunity for SARS-CoV-2/COVID-19.

A certificate here means documented results from a laboratory within the EEA/EFTA-area, including Andorra, Monaco, San Marino and the Vatican, or a confirmation from the Chief Epidemiologist in Iceland. Clinical diagnoses are not deemed valid.

Certificates may be in paper or electronic format. Border control will evaluate whether a certificate is valid and will consult a representative of the Chief Epidemiologist (health care worker) as needed. The final decision of whether a certificate is valid is at the discretion of the Chief Epidemiologist. If a passenger presents a document that is deemed invalid, i.e. if any of the necessary requirements are missing, the passenger must, as other arrival passengers, undergo double testing with 5 day quarantine in between.

The following certificates are considered a valid confirmation of a previous COVID-19 infection:

  • Positive PCR-test result for SARS-CoV-2/COVID-19 that is older than 14 days.
  • Presence of antibodies against SARS-CoV-2/COVID-19 measured by ELISA serologic assay*.

Rapid diagnostic tests (RDTs are not accepted (antigen or antibody tests).

A certificate is required to include the following details:

  • Be in the Icelandic, Danish, Norwegian, Swedish or English language. A document in another language can be valid if accompanied by a certified stamped translation in one of the languages required.
  • First name and last name (as in travel documents).
  • Date of birth.
  • When test was performed (date).
  • Where test was performed (country/city/address).
  • Name of laboratory/issuer of certificate.
  • Date of certifcate.
  • Phone number of laboratory or responsible authority.
  • Type of test performed (PCR-test or antibody test with ELISA/serologic assay*).
  • Result of test (PCR-test positive for SARS-CoV-2 or antibodies present).

*EIA, ECLIA, CLIA, CLMIA are equivalent tests to ELISA

Please note that although we accept these certificates at the Icelandic border for exemption of quarantine that does not necessarily apply in general in other countries.

https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item43709/Certificates-regarding-previous-COVID-19-infection-that-are-accepted-at-the-border-in-Iceland

3. Transit passengers

Transit passengers who do not leave the terminal facilities at the border are not required to undergo screening or quarantine. Transit passengers who leave the terminal facilities but stay in Iceland for less than 48 hours are permitted to choose quarantine instead of screening.

 

4. Specific precautions while traveling abroad for work 

The Chief Epidemiologist can exempt from the quarantine/testing requirement persons who observe specific precautions while travelling abroad for work. Only persons who work in health care service, flight and freight ship crews and employees of the police who must travel for their work, can be exempted.

Exempt from the quarantine requirements are flight and freight ship crews who are residents in Iceland who have observed specific precautions while travelling for work. https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39194/Skilgreind-ahaettusvaedi---Defined-high-risk-areas.

More detailed information on exemption from quarantine requirements for ship crews in Iceland can be found here. https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item41756/Exemption%20from%20requirement%20for%20quarantine%20in%20Iceland%20for%20ship%20crews.pdf and on the exemption from requirement for quarantine in Iceland for flight crews travelling abroad for work: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item41755/Exemption%20from%20requirement%20for%20quarantine%20in%20Iceland%20for%20flight%20crews%20travelling%20abroad%20for%20work.pdf

 

More details on quarantine requirements and testing of passengers

 

Instructions for quarantine for visitors in Iceland https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item42645/Instructions%20for%20travellers%20in%20quarantine%2015.08.2020.pdf     

 

Message for all passengers on testing at the border: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item41974/Message-for-all-passengers-who-have-opted-for-testing-at-the-border  

 

Testing will be available upon arrival to Iceland at Keflavik airport and in Seydisfjordur (for passengers arriving on Smyril Line). Those arriving in other international airports (Reykjavik, Akureyri, Egilsstadir) or ports will be tested either at the airport or at the closest local healthcare centre.  The second is available at health care services all over the country. Information on where people can take the 2nd test: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item42633/covid-19-border-testing

 

 

Those who arrive in Iceland outside testing hours and are not on a scheduled route can asked to be tested but the cost for each mobilisation can be up to ISK 60.000.

 

Negative test results does not guarantee that an individual will not later be required to self-quarantine if they have been exposed to infection, e.g. on the flight to Iceland. If a passenger tests positive, they may be offered to undergo further tests to determine whether or not they have an infection. In the case of an active infection, the passenger must self-isolate.

 

Person in quarantine must remain in the same designated place (home or other accommodation) for the duration of quarantine and they are responsible for their own expenses during the quarantine, including housing and living expenses, as they have traveled to the country voluntarily despite the governments quarantine requirements. More detailed information on appropriate housing while in quarantine can be found via this link: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item41241/Appropriate-housing-while-in-quarantine

 

Pre-registration (covid.is/english)

All passengers, born 2004 or earlier, are required to fill out a pre-registration form (on www.covid.is/english ) before arrival to Iceland, which requires passengers to provide their personal details and contact information, flight information, travel dates and address during quarantine in Iceland. The form also includes a declaration of health and passengers are required to provide information on countries they have visited before arrival, whether they have any symptoms of COVID-19, whether they have been diagnosed with COVID-19 before their arrival, or if they have been in close contact with an infected individual. The pre-registration form provides passengers with information on the conditions for entry into Iceland.

 

Passengers are also encouraged to download and use the contract tracing app Rakning C-19. The app contains important information on COVID-19 and how to contact the health care service in Iceland. They are also encouraged to follow information on the official COVID-19 information portal www.covid.is/english, which hosts the most up to date information and important announcements in 8 different languages.

 

Upon arrival

Law enforcement authorities at border points will have a conversation will all arriving passengers and inform them about the requirements for quarantine, isolation and testing for COVID-19 according to regulation No. 18/2021, and about the contract tracing app, Rakning C-19. If serious grounds are for show to prove that the passenger will not obey the quarantine requirement he/she can be dismissed at the border or later. The police can check whether a person is at their intended place of stay during quarantine or isolation. If a person breaches the requirement to quarantine or isolate financial penalties can be imposed.

 

Obligations of the carrier

Aircraft and ship operators carrying passengers to Iceland are obliged to present securely to their passengers the requirement to fill out a pre-registration form in due time before arrival to Iceland. It must also be ensured that quarantine requirements have been presented securely to travelers that have already booked tickets to Iceland. The requirements should also be available for all travelers booking tickets to Iceland, including on booking sites. Aircraft and ship operators are urged to inform their passengers on the requirement to fill out a pre-registration prior departure to Iceland, on the contract tracing app, Rakning C-19, and about www.covid.is/english where they will find useful information in 8 foreign languages.

 

Further information can be found on https://www.covid.is/english and www.landlaeknir.is/english

 

II)           Travel Restrictions to Iceland as a result of COVID-19

Here you can find all the necessary information on the travel restrictions in effect for travel to Iceland due to COVID-19: https://www.logreglan.is/english/regarding-travel-restrictions-to-iceland-as-a-result-of-covid-19/  

BREXIT – The end of transition period on 1st of January 2021

From 1st of January 2021 (at 00h00 CET) UK nationals have had the status of third-country nationals when the transition period following the UK´s departure from the EU ended on 31st of December 2020.

This means that UK nationals are subject to the same entry requirements as other third country nationals, including in relation to COVID-19, and so Schengen related travel restrictions may apply.

NOTE however that UK nationals (and their family members) who resided in Iceland or had residence permit or right of residence before 31st of December 2020 maintained their residence rights after 1st of January 2021 in accordance with the Separation Agreement signed by the EEA EFTA states and the UK. Those UK nationals (and their family members) are therefore  able to travel to and from Iceland and travel restrictions due to Covid-19 do not apply to them. Until Icelandic authorities start issuing the new type of residence permit card for British citizens who had the right to reside in Iceland prior to 1.1.2021, UK nationals benefiting from the Separation Agreement can proove their right of residence in Iceland with the Residence certificate (C-122) issued by Registers Iceland.

https://www.logreglan.is/english/brexit-the-end-of-transition-period-on-1st-of-january-2021/

For further information please go to the web of the Directorate of Immigration: https://utl.is/index.php/en/information-for-british-citizens

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón