A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Staða ýmissa verkefna

| 19. júlí 2019

Kæru íbúar Strandabyggðar,

"Sumarið er tíminn", söng Bubbi Morthens hér um árið. Og það er rétt, að sumarið er tíminn til ýmissa verka, en ekki allra.  Sumarið er nefnilega sá tími þar sem mörg verkefni riðlast og/eða fara í bið vegna sumarleyfa.  Þannig er það hjá okkur í Strandabyggð, eins og öðrum.

Frá og með mánudeginum 22. júlí n.k. verður skrifstofa Strandabyggðar lokuð fram yfir Verslunarmannahelgi.  Júlí hefur þar að auki verið erfiður vegna sumarleyfa starfsmanna og því hafa nokkur verkefni farið í bið.  Má þar nefna; Umhverfisátakið, undirbúning hitaveitu, skipulagsmál o.s.frv. 

Það verður hins vegar allt sett á fulla ferð aftur eftir sumarfrí og lokun og við munum þá sjá næstu skref í umhverfisátakinu, sem eru að fjarlægja þá bíla sem Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða merkti fyrr í sumar, en eru enn á sínum stað.  Við munum auka tiltekt á Skeiðinu, ganga frá lóð til geymslu vinnuvéla o.s.frv.  Hvað hitaveitumálin varðar munum við hefja álagsprófun sem fyrst í haust, ef og þegar samningar við landeigendur liggja fyrir.

Það er því engin breyting eða endir á neinum verkefnum, aðeins bið ... því eins og segir í kvæðinu: "sumarið er tíminn ..."

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón