A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Staðan í uppbyggingu grunnskólans

Þorgeir Pálsson | 10. júlí 2024

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það er virkilega gaman að segja frá því að nú sér fyrir endann á þeirri uppbyggingu sem unnið hefur verið að í yngri hluta grunnskólans.  Byggingin hefur tekið stakkaskiptum á liðnum mánuðum enda hópur iðnaðarmanna að störfum að jafnaði.  Staðan núna er í stórum dráttum eftirfarandi:

Efri hæð:

  • Efri hæðin er nánast tilbúin
  • Loft eru frágengin, ljós tilbúin og verið er að tengja loftræstikerfi
  • Frágangur á skápum og vöskum er á lokastigi og á aðeins eftir að setja upp krana í vaska í kennslustofum
  • Allt er tilbúið fyrir lokamálun.  Verktaki er kominn í þá vinnu
  • Í eldhúsi er nánast allt frágengið.  Allar innréttingar komnar upp, búið að flísaleggja og tæki komin
  • Öll klósett eru komin upp, eftir er að setja milliveggi og verður það gert eftir að dúkur er komin á gólfin.  Borðplata og vaskar koma á næstu dögum.  Á salerni fatlaðra á eftir að setja upp tæki, en búið er að flísaleggja veggi og fúa
  • Samverurými.  Allt tilbúið í loftum, lýsing komin.  Unnið að tengingu loftræstikerfis.  Frágangur við stiga og handrið í undirbúningi
  • Hannyrðarými.  Unnið í loftræstikerfi.  Búið að ganga frá ljósum í lofti og unnið að lokafrágangi
  • Dúklagning.  Verktaki mun hefja vinnu við dúklagningu seinni hluta þessa mánaðar og skilar af sér 1 ágúst
  • Hurðir í kennslurými kennara og glerveggir verða settir í eftir að búið er að dúkleggja. Eru það í raun síðustu verkþættirnir.

Neðri hæð: 

  • Eftir er að einangra og loka lofti með plötum.  Það er þó fljótlegt í framkvæmd og mun einfaldara en á efri hæð.  Vinna við það hefst innan fárra daga
  • Öll vinna við rafmagn er nánast að baki enda mun einfaldara við að eiga; einfaldari hönnun og færri ljós
  • Eftir er að tengja nýtt vatnsinntak.  Verktaki er kominn í lokafrágang
  • Málari á eftir lokaumferð en er kominn á staðinn og undirbúnngsvinna hafin.

Samantekt:  Óhætt er að segja að þessi uppbygging sé nánast öll komin.  Verktakar eru meðvitaðir um tímaramma og upphaf skólaárs, sem og að það þarf að þrífa og koma húsgögnum og öðru fyrir.  Það eru því mörg verkefni eftir þannig séð, en stóra myndin er komin og aðeins lokahnykkurinn eftir.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón