Starf í boði: Staða fulltrúa á skrifstofu Strandabyggðar
Laus er til umsóknar staða fulltrúa á skrifstofu Strandabyggðar. Um er að ræða 50% starf og möguleiki er á sveigjanlegum vinnutíma. Starfið snýst að mestu um almenn skrifstofustörf, bréfaskriftir og textagerð. Starfsmaður ber einnig ábyrgð á fjárhagsupplýsingum eða fjármunum, sér um greiðslu og innheimtu reikninga, sinnir bókhaldi og launafærslum.
Hæfniskröfur:
Hæfni í mannlegum samskiptum
Rík þjónustulund, kurteisi og glaðlegt viðmót
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
Almenn tölvukunnátta
Reynsla af bókhalds- og skrifstofustörfum æskileg
Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst og er umsóknarfrestur til og með 13. september nk. Umsækjendum er bent á að vanda umsóknir. Þar þurfa að koma fram allar grunnupplýsingar um umsækjanda, starfsferill, menntun og meðmælendur.
Umsóknum skal skilað til:
Skrifstofu Strandabyggðar
Hafnarbraut 19
510 Hólmavík
Frekari upplýsingar um starfið veitir Salbjörg Engilbertsdóttir, sími: 451 3510 og netfang: holmavik@holmavik.is.