Starfskynning hjá Tómstundafulltrúa Strandabyggðar
| 22. nóvember 2012
Í dag og á morgun er 9. bekkur í Grunnskólanum á Hólmavík í starfskynningu víðsvegar um Hólmavík. Þrír piltar völdu að fara í starfskynningu til Tómstundafulltrúa Strandabyggðar í Þróunarsetrinu. Að sögn Salbjargar Engilbertsdóttur er þetta í fyrsta skipti sem einhver hefur farið á skrifstofu Strandabyggðar í starfskynningu. Þetta voru þeir Ísak Leví, Sigfús Snævar og Guðfinnur Ragnar. Meðal þess sem drengirnir gerðu var að kynnast starfi allra á skrifstofunni nema sveitastjórans, af því að hann var ekki við, Ísak fann framtíðarstarfið sitt í gróðurkortagerð og þeir skrifuðu þessa frétt.