Starfslok
| 17. júlí 2017
Gunnar Jónsson sem gengt hefur starfi forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Hólmavíkur hefur lokið störfum hjá Strandabyggð. Gunnar hóf störf hjá sveitarfélaginu fyrir 14 árum við Félagsheimili Hólmavíkur. Fyrst um sinn var íþróttaaðstaðan í Félagsheimilinu en fluttist síðar í nýtt húsnæði þegar tekin í notkun ný og glæsileg sundlaug í júlí 2004 og ný íþróttamiðstöð í janúar 2005. Gunnar var því forstöðumaður nýrrar Íþróttamiðstöðvar Hólmavíkur allt frá upphafi auk þess að sjá um að byggja upp og þjónusta tjaldsvæði sem er við Íþróttamiðstöðina. Gunnari eru færðar þakkir fyrir gott starf og óskir um velfarnað á nýjum vettvangi.