A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Starfsmannastefna Strandabyggðar frá 2020

| 04. janúar 2021
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Starfsmannasefna Strandabyggðar, sem sveitarstjórn samþytkkti í desember sl. er nú komin á heimasíðu Strandabyggðar og er aðgengileg hér.

Starfsmannastefnan er hugsuð sem leiðarvísir starfsmanna hvað varðar það hlutverk þeirra að starfa fyrir Strandabyggð, eða eins og segir í Starfsmannastefnunni:

„Starfsmannastefnan nær til allra þeirra sem ráðnir eru til lengri eða skemmri tíma til starfa hjá sveitarfélaginu, stofnunum þess og fyrirtækjum í eigu þess. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að veita metnaðarfulla og framsækna þjónustu“.

Þar segir einnig: "Með starfsmannastefnunni er sett það grundvallarmarkmið sveitarstjórnar að öllum sem starfa fyrir Strandabyggð beri að vinna fyrst og fremst í þágu allra íbúa sveitarfélagsins. Markmiðið leggur þær skyldur á herðar starfsmönnum Strandabyggðar að setja ávallt almannahagsmuni ofar sérhagsmunum hvort heldur er sínum eigin eða einstakra hópa. Starfsmannastefnan markar einskonar ramma um framlag starfsmanna og þjónustuvitund annars vegar og góð vinnuskilyrði hins vegar þannig að sveitarfélagið hafi ávallt á að skipa hæfum og áhugasömum starfsmönnum sem geta veitt góða þjónustu og brugðist við síbreytilegum þörfum íbúana og rekstrarumhverfis sveitarfélagsins".

Starfsmannastefnan nær til starfsmanna og kjörinna fulltrúa, tekur á ráðningum (starfslýsingum), móttöku nýliða, starfslokum.  Þar er einnig rætt um siðfræði og siðareglur, trúnað og meðferð trúnaðarupplýsinga, starfsþróun, fræðslu, samskipti á vinnustað, viðmót starfsmanna innávið og útávið, vinnuumhverfi, öryggi, fjölskyldumál og tengingu við störf starfsmanna, jafnrétti, launastefnu og reglur um fjarvistir og starfsendurhæfingu.

Starfsmenn Strandabyggðar eru allir hluti þeirrar keðju sem bindur starfsemi sveitarfélagsins saman og vinna þeir þannig saman að því að þjónusta ávallt íbúa sína á skilvirkan og samviskusamlegan hátt, með velferð þeirra í fyrirrúmi.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar



Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón