A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Stefnumót á Ströndum

| 25. ágúst 2009

Laugardaginn 29. ágúst n.k. verður sýningin "Stefnumót á Ströndum - atvinnu- og menningarsýning" opnuð og verður boðið upp á mikla og metnaðarfulla opnunardagskrá í tilefni dagsins.  Verndari sýningarinnar er Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson og mun hann flytja hátíðarávarp.  Verður sýningin til húsa í félagsheimilinu á Hólmavík og munu yfir 60 aðilar, stofnanir, fyrirtæki og félög í Strandasýslu kynna starfsemi sína.  Auk þess er ætlunin að hlaupa með vinakveðjur um Arnkötludal og hlaða vörðu til framtíðar. Gert er ráð fyrir að margir leggi leið sína á Strandir og njóti alls þess sem boðið verður upp á um helgina en sýningin mun standa til 15. september.

Dagskráin er svohljóðandi:

Kl. 10 Strandamenn hlaupa til móts við íbúa úr Reykhólahreppi um Arnkötludalsveg þar sem þeir mætast á miðri leið með vinakveðju til hvor annarra. Við opnun vegarins í haust þá opnast ný tækifæri til að efla tengsl og samstarf milli íbúa á þessum tveimur svæðum.
Kl. 13-18 Opnun sýningar:
* Yfir 60 aðilar kynna starfsemi sína, verkefni og framtíðaráform á sýningunni
* Fjórir ættliðir Strandamanna reisa vörðu til framtíðar meðan á sýningu stendur, Sverrir Guðbrandsson eldri, Guðbrandur Sverrisson, Sverrir Guðbrandsson yngri og Jakob Ingi Sverrisson. Allir þeir sem koma að sýningunni leggja stein í vörðuna úr sinni heimasveit.
* Ljósmyndasýningin NV Vestfirðir eftir Ágúst G. Atlason opnuð á áhorfendapöllum félagsheimilisins.
Kl. 14 Hátíðardagskrá:
Tónskólinn á Hólmavík flytur tónlistaratriði.
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson verndari sýningarinnar, flytur hátíðarávarp.
Systurnar á Melum í Trékyllisvík flytja söngatriði.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, flytur ávarp.
Ása Ketilsdóttir, Laugalandi, kveður lausavísur.
Galdramaður á Ströndum les vinakveðju úr Reykhólasveit.
Bjarni Ómar flytur frumsamda tónlist.
Kl. 16-18 Hólmadrangur býður sýningargestum í heimsókn.
Kl. 18:00 Café Riis opnar húsið fyrir veislu kvöldsins.
Veisluhlaðborð: Lambalæri, humar, reyktur lax og fleiri glæsilegir réttir. Borðapantanir í síma 616 9770. Bjarni Ómar spilar undir borðhaldi og frameftir kvöldi.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón