Stefnumótun Strandabyggðar 2016
Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. janúar 2016
Takk fyrir góða þátttöku, kæru íbúar Strandabyggðar. Alls bárust hátt í 50 svör við skoðanakönnuninni sem send var út nýlega, vegna stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins. Þetta er um 30% svörun, sem er gott og framar okkar vonum. Þeir sem enn vilja skila svari, geta gert það á skifstofu Strandabyggðar í Hnyðju eða á netfang Þorgeirs Pálssonar; thorp@thorpconsulting.is
Nú hefst vinna við að greina þessi svör og síðan er stefnan sú, að í lok febrúar eða byrjun mars verði íbúafundur, þar sem niðurstöður verða kynntar og ræddar. Þar mun ykkur gefast tækifæri til að koma skoðunum ykkar og hugmyndum á framfæri.