A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sterkar Strandir - styrkveitingar 2021

| 19. apríl 2021
Kær íbúar Strandabyggðar,

Nýlega var úthlutað rúmum 7 milljónum úr Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda. Hægt er að lesa nánar um þetta hér á https://strandir.is/

Mjög margir sóttu um að þessu sinni og ljóst að ekki fengu allir styrk.  það þýðir þó ekki að þau verkefni sem ekki fengu styrk að þessu sinni, séu ekki frambærileg.  Það er mikilvægt að þeir einstaklingar sem fengu neitun í þetta skiptið, haldi áfram með sínar hugmyndir, fái upplýsingar um hvað þurfi að bæta og hvernig, þannig að góðar hugmyndir haldi áfram að þróast meðal íbúa.

Ég hvet hlutaðeigandi til að hafa samband við verkefnastjóra Brothættra byggða, Sigurð Líndal sigurdurl@vestfirdir.is  og halda ótrauð áfram.  Það er eitt að fá hugmynd, annað að vinna henni framgang. Sagan segir að það hafi t.d. tekið Magnús Scheving rúm 10 ár að ná virkilegu flugi og athygli með Latabæ, en það tókst.  Þetta ferli kallar á úthald, andlegt og fjárhagslegt, gott bakland, faglegan stuðning, en umfram allt; trú á sjálfan sig og verkefnið! 

Kveðja
Þorgeir Pálsson,
sveitarstjóri í Strandabyggð

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón