A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Stuðningur við þingsályktunartillögu um heilsársveg í Árneshrepp

| 06. júní 2012
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur sent frá sér umsögn um tillögu til þingsályktunar um lagningu heilsársveg í Árneshrepp. Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur gert slíkt hið sama. Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar þann 29. maí s.l. var meðfylgjandi bókun samþykkt: 

Sveitarstjórn Strandabyggðar lýsir yfir eindregnum stuðningi við tillögu til þingsályktunar um lagningu heilsársvegar í Árneshrepp (þingskjal 1417) og hvetur þingmenn til að vinna kappsamlega að því að málið nái fram að ganga. Heilsársvegur í Árneshrepp er afar brýnt hagsmunamál fyrir íbúa á Ströndum og grundvallaratriði fyrir jákvæða byggðarþróun.


Umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga um tillögu til þingsályktunar um lagningu heilsársveg í Árneshrepp. (815, mál 140. löggjafarþing 2011 - 2012).

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga styður eindregið efni þingsályktunar sem hér er lögð fram enda um mikið hagsmunamál fyrir byggð á Ströndum og eflir jafnframt einnig önnur svæði á Vestfjörðum. Efni tillögunnar er í samræmi við stefnu sveitarfélaga á Vestfjörðum í samgöngumálum og kynnt hefur verið Alþingi við umfjöllun 140. löggjafarþings um þingsályktunartillögu um fjögurra ára samgönguáætlun 2011 - 2014 (392. mál) og samgönguáætlun 2011 - 2022 (393. mál).


Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón