A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Styrkir til einstaklinga og fyrirtækja - ertu með góða hugmynd?

| 18. febrúar 2021
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Eins og þið án efa þekkið, er Strandabyggð þátttakandi í verkefninu Brothættar byggðir, sem við höfum kosið að kalla Sterkar Strandir!

Meðal þess sem okkur býðst er að sækja um styrki í sjóði á vegum verkefnisins.  Nú er búið að opna fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð Sterkra Stranda! Til úthlutunar í ár eru 7 milljónir króna. Þegar þessari úthlutun lýkur í marslok hafa þá komið inn í Strandabyggð 29,4 milljónir í gegnum Frumkvæðis- og Öndvegissjóð Brothættra byggða síðan að verkefnið hófst í júní síðastliðnum. Nánari upplýsingar má finna hér.

Nú er um að gera að draga fram allar góðar hugmyndir, sama á hvaða stigi þær eru og sækja um styrk.  Við hvetjum íbúa líka til að hafa samband við Sigurð Líndal verkefnisstjóra og fá tíma til að spjalla við hann um ykkar hugmyndir og einnig að fá aðstoð við umsóknargerðina. 

Umsóknareyðublaðið má finna hér: https://www.vestfirdir.is/.../index/test-sterkar-strandir

Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Sigurður Líndal verkefnisstjóri í síma 611-4698 eða á netfanginu sigurdurl@vestfirdir.is


Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón