A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sumarnámskeið 2020

| 20. maí 2020

 

Boðið verður upp á tvö sumarnámskeið í samstarfi Strandabyggðar, Náttúrubarnaskólans og Henrike Stuehff.

Námskeiðin eru fyrir grunnskólanemendur, 6-12 ára, í boði eru hálfir/heilir dagar.

Vika 1 (8.-12.júní): Fjölbreytt dagskrá - fjara, tilraunir, bréfaskrift til eldri borgara ofl. fyrir hádegi og Náttúrubarnaskóli eftir hádegi.

Vika 2 (15.-19.júní): Útivistarnámskeið - ganga, hjól,  ofl. fyrir hádegi og Náttúrubarnaskóli eftir hádegi.

Umsjónaraðili á Hólmavík verður Halldóra Halldórsdóttir og eru námskeiðin frá kl.8.30 - 12.30.

Í Náttúrubarnaskólanum verður lögð áhersla á leiki, útivist, náttúrutúlkun og fjör! Um námskeiðin sér Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir ásamt Dagrúnu Ósk Jónsdóttur.

Námskeiðin fara fram við/í Félagsheimilið á Hólmavík og  Náttúrubarnaskólann í Sævangi, en þangað verður boðið uppá skólabíl.

Verð:
Fyrir börn sem eiga foreldri með lögheimili í Strandabyggð:
Fyrri vika (5 dagar): 15.000 kr hálfur dagur og 20.000 kr.  allur dagurinn.
Seinni vika (4 dagar): 13.000 kr hálfur dagur og 18.000 kr allur dagurinn.

Fyrir börn sem ekki eiga foreldri með lögheimili í Strandabyggð:
Fyrri vika (5 dagar): 19.000 kr hálfur dagur og 24.000 kr allur dagurinn.
Seinni vika (4 dagar): 17.000 kr hálfur dagur og 22.000 kr allur dagurinn.

Innifalið er kennsla, gögn, ávaxtastund fyrir hádegi, kaffitími eftir hádegi og akstur í Náttúrubarnaskólann. Boðið er upp á 20% systkinaafslátt.
Sundnámskeið 2.-12.júní fyrir 3 – 6 ára nemendur leikskólans.

Henrike Stuehff bíður uppá sundnámskeið fyrir 3 – 6 ára leikskólanemendur, námskeiðið mun vera dagana
2. – 12.júní og byrja kl.9.00 – 9.30  á morgnanna. Verð á sundnámskeið er 7500.- og greiðist hjá Henrike. Nauðsynlegt er að annað foreldrið sé með í lauginni.

Skráning á námskeiðin fer fram hér, https://forms.gle/XC9jyeN1QrPLdmTy6 og stendur til 2.júní 2020

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón