Sumarnámskeið í Strandabyggð 2016
Skák – Fimmtudaginn 9. júní og föstudaginn 10. júní verður í boði skáknámskeið fyrir ungmenni á aldrinum 6 - 15 ára ef lágmarks þátttaka fæst. Kennari er Birkir Karl Sigurðsson, skákmeistari.
Birkir Karl er margfaldur Íslandsmeistari í skák og var heimsmeistari ungmenna í skák í liði Salaskóla árið 2007. Hann er með skákkennararéttindi frá Alþjóðlega skáksambandinu FIDE og var með skáknámskeið í Strandabyggð sumarið 2015.
Námskeiðið er fyrir alla áhugasama krakka en gott er að kunna mannganginn í skák. Verð á einstakling er 3.000 kr.
Námskeiðisfyrirkomulag verður:
Fimmtudagur 9.júní kl. 16-19
Föstudagur 10.júní kl. 10-13 og kl. 14-16
Skráning þarf að eiga sér stað í seinasta lagi miðvikudaginn 8. júní. Skráning á námskeiðin fer fram hjá Írisi Ósk Ingadóttur tómstundafulltrúa í síma 846-0281 eða í tölvupósti á tomstundafulltrui@strandabyggd.is.
Náttúrubarnaskóli - Náttúrubarnaskólinn verður með leikjanámskeið í boði fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í samstarfi við Strandabyggð. Í boði er tvö námskeið, fyrra námskeiði verður dagana 13. júní til 16. júní og seinna námskeiði verður dagana 20. júní til 24. Júní.
Fyrra námskeiðið verður á 7.000 kr og seinna námskeiðið verður á 10.000 kr. Bæði námskeið verða frá 13:00 til 17:00.
Náttúrubarnaskólinn starfar frá Sauðfjársetrinu og er því í boði akstur fyrir og eftir námskeið, farið er frá grunnskólanum á Hólmavík. Mæting í akstur verður kl. 12:45.
Skráning á námskeiðin fer fram hjá Írisi Ósk Ingadóttur tómstundafulltrúa í síma 846-0281 eða í tölvupósti á tomstundafulltrui@strandabyggd.is.
Nánari upplýsingar um Náttúrubarnaskólann eru hér: https://www.facebook.com/natturubarnaskolinn/?fref=ts
Tölvuforritunarnámskeið – Fyrirtækið Kóders mun halda þrjú tölvuforritunarnámskeið í ágúst í Strandabyggð ef lágmarks skráning næst. Kóder eru samtök sem vilja kynna forritun fyrir ungmennum með nokkrum tegundum af námskeiðum sem henta mismunandi aldri, allt frá 6 ára og upp úr.
Scratch (6 klst) - fyrir 1. - 4. bekk
Python/Minecraft (9 klst) - fyrir 5. - 7. bekk
Vefforritun (9 klst) - fyrir 14 ára og eldri
Kostnaður fyrir námskeiðið er frá 6.000 kr til 10.000 kr eftir námskeiðum. Nákvæmari upplýsingar um þessi námskeið koma þegar nær dregur.
Nánari upplýsingar um Kóders eru hér: http://www.koder.is/is/
Skráning á námskeiðin fer fram hjá Írisi Ósk Ingadóttur tómstundafulltrúa í síma 846-0281 eða í tölvupósti á tomstundafulltrui@strandabyggd.is.