A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sumarstörf fyrir námsmenn í Strandabyggð

| 27. apríl 2020
Sæl öll,

Nú þegar styttist í sumarfrí námsmanna, sem öllu jöfnu vilja koma hingað heim í Strandabyggð á sumrin og vinna, er rétt að hugleiða stöðuna og hvað sé hugsanlega framundan í vinnumálum.  Það má búast við miklum samdrætti í mörgum atvinnugreinum, sérstaklega ferðaþjónustu, eins og komið hefur fram nú þegar.  Í Strandabyggð eru fjölmörg fyrirtæki sem öllu jöfnu byggja sumarmönnun sína á þessum námsmönnum.  Viðbúið er að þau störf verði ekki í boðið í sumar.

Sem leið til að finna önnur tækifæri, kallar sveitarstjórn hér eftir upplýsingum frá námsmönnum sem ætla að koma heim í sumar, en hafa ekki fengið staðfestingu á vinnu.  Okkur langar til að vita: 

  • Hverjir ætla að koma heim í sumar?
  • Hafa þeir fengið sumarstarf?
  • Á hvaða sviði gætu þeir tekið að sér sumarvinnu?

Við óskum eftir skjótum viðbrögðum frá námsmönnum.  Hægt er að senda tölvupóst á sveitarstjori@strandabyggd.is eða hringja í síma 899-0020 (Þorgeir).

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón