A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn biðst velvirðingar á broti á trúnaðar- og þagnarskyldu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 12. maí 2022

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar vill minna á að starfsmönnum og nefndarfólki sveitarfélagsins er skylt að gæta þagmælsku um þau atriði sem þau verða áskynja eða fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara. Kveðið er á um þetta í sveitarstjórnarlögum og stjórnsýslulögum. Fulltrúar í nefndum á vegum sveitarfélagsins skrifa undir sérstaka trúnaðaryfirlýsingu þar sem þeir staðfesta þetta. Í henni koma fram viðurlög gegn brotum á þessu samkvæmt almennum hegningarlögum.


Nú hefur komið upp sú staða að gögn tengd ráðningu í starf sem enn er í ferli hjá Strandabyggð, þar sem þessi ákvæði eiga tvímælalaust við, hafa farið á flakk. Sveitarstjórn hafði sjálf aðgang að þessum gögnum og einnig aðal- og varamenn einnar af fastanefndum sveitarfélagsins, en þau hafa greinilega einnig borist í hendur óviðkomandi. Sá sem komst yfir gögnin hefur síðan sýnt þann dómgreindarskort að nota þau til að skrifa frá eigin brjósti skammargrein með dylgjum og óhróðri á Facebook síðu sína, um aðila sem spurst hafði fyrir um starfið.

Sveitarstjórn Strandabyggðar harmar mjög þennan trúnaðarbrest og biður viðkomandi innilega afsökunar á honum. Leitað hefur verið ráða hjá lögfræðingum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um frekari viðbrögð við málinu. Sveitarstjórn telur jafnframt rétt að minna á, þar sem líður að lokum kjörtímabilsins, að þagnar- og trúnaðarskylda helst þótt látið sé af starfi.

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón