Sveitarstjórnarfundur 1325 í Strandabyggð 9.nóvember 2021
Salbjörg Engilbertsdóttir | 05. nóvember 2021
Fundur nr. 1325, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9. nóvember 2021 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Fjárhagsáætlun ársins 2022 og 3ja ára áætlun 2023-2025, fyrri umræða
- Útsvarsprósenta ársins 2022
- Fasteignagjaldaálagning 2022 og reglur um afslætti eldri borgara
- Gjaldskrár Strandabyggðar 2022
- Ályktun frá stjórn foreldrafélags leik- og grunnskóla
- Kynning Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á dreifnámi í Strandabyggð
- Breyting á samþykktum um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar
- Samningur um yfirfærslu Hólmavíkurvegar frá Vegagerð ríkisins til Strandabyggðar
- Beiðni skipulagsfulltrúa til Umhverfisráðuneytis um undanþágu v.uppbyggingar á frístundasvæði í Strandabyggð
- Brunavarnir Dala,Reykhóla- og Stranda, úttektarskýrsla v. grunnskóla
- Brunavarnir Dala,Reykhóla-og Stranda, fundargerð ársfundar frá 11.október 2021
- Laugarhóll ehf. boð á hluthafafund 18.nóvember og tilboð í hlut Strandabyggðar
- Forstöðumannaskýrslur
- Reykhólahreppur, ósk um umsögn Strandabyggðar v. vinnslutillögu aðalskipulags
- Fjórðungssamband Vestfjarða, breytingar á samþykktum frá 66. Fjórðungsþingi
- Fjórðungssamband Vestfjarða, ályktanir frá 65. og 66. Fjórðungsþingi
- Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, fjárhagsáætlun og skipting kostnaðar
- Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð 135. fundar
- Félagsmálaráðuneyti, tilnefning fulltrúa sveitarfélags vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna
- Hafnasamband Íslands, fundargerð nr.438
- Samband sveitarfélaga erindi vegna lista um störf sem eru undanþegin verkfallsheimild
- Samband sveitarfélaga fundargerð nr. 901 og 902
- Samband sveitarfélaga, ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál
- Samband sveitarfélaga, verkefni v. innleiðingar hringrásarkerfis
- Samband sveitarfélaga, boð um þátttöku í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki
Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Jón Gísli Jónsson
Ásta Þórisdóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Pétur Matthíasson
Jón Jónsson
Strandabyggð 5.nóvember 2021
Jón Gísli Jónsson oddviti