A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1335 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 05. ágúst 2022

Fundur nr. 1335 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9. ágúst kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Prókúra fyrir Strandabyggð og áreiðanleikakönnun sveitarstjórnarmanna
2. Eftirlitsnefnd sveitarfélaga bréf v. ársreiknings 2021
3. Ráðningarsamningur sveitarstjóra m.undirritun og verkefnaskýrsla
4. Skipun í nefndir á vegum Strandabyggðar
     a. Fulltrúar í undirbúningsnefnd vegna aðalskipulags
     b. Varamaður í Svæðisskipulag Dalabyggðar, Strandabyggðar- og Reykhóla
     c. Fulltrúi og varamaður í fulltrúaráð umhverfisvottunar Vestfjarða
     d. Varamenn í kjörstjórn Strandabyggðar
     e. Fulltrúi og varamaður í Brunavarnir Dala, Reykhóla- og Stranda
     f. Fulltrúi og varamaður í stjórn Fiskmarkaðs Hólmavíkur
     g. Fulltrúi og varamaður í stjórn Hornsteina
5. Samfélagssáttmáli um styrkveitingar
6. Réttarsmíði í Staðardal, í landi Hrófbergs, samningur við landeigendur
7. Fjallskilaseðill 2022
8. Erindi frá Galdur brugghús ehf. varðandi tímabundinn stuðning við nýja starfsemi
9. Umsókn um vilyrði fyrir lóð undir hótelstarfsemi, erindi Friðjóns Sigurðarsonar frá 1. júlí 2022
10. Skipulagsstofnun, beiðni um umsögn Strandabyggðar v. strandsvæðisskipulags Vestfjarða
11. Minjastofnun stefnuskjal um verndun og rannsóknir á fornleifum ásamt minnisblaði um bátaarfinn
12. Samþykkt vegna stöðu sauðfjárræktar
13. Erindi frá Náttúrustofu Vestfjarða vegna endurútreiknings v. 2021
14. Tillaga að aðalskipulagi Reykhólahrepps, 2022-2034, til umsagnar
15. Tillaga að aðalskipulagi Dalabyggðar, 2020-2032, til umsagnar
16. Breyting á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030, til umsagnar
17. Fundargerð Brunavarna Dala, Reykhóla- og Stranda frá 20. júní 2022
18. Ársfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 1. júní 2022 ásamt ársreikningi
19. Ársreikningur BS vest 2021 ásamt tillögu að breytingu á samþykktum
20. Vestfjarðastofa, fundargerðir 45 og 46, frá 27.apríl 2022 og 1.júní 2022
21. Vestfjarðastofa, framhaldsársfundur 27. apríl 2022
22. Vestfjarðastofa, fundargerð ársfundar 14. júní 2022
23. Fulltrúaráð Vestfjarðarstofu fundargerð 14. júní 2022
24. Bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja um um stöðu heilsugæslustöðva á landsbyggðinni, til kynningar
25. Samband íslenskra sveitarfélaga, stjórnarfundir 910 frá 20. maí 2022 og 911 frá 23. júní, til kynningar
26. Landsþing Sambands sveitarfélaga 28.-30. september 2022
27. Hafnarsamband Íslands stjórnarfundur nr. 444 frá 14. júní 2022
28. Hafnarsamband Íslands boðun á hafnasambandsþing í Ólafsvík 27.-28. október 2022

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Þorgeir Pálsson
Jón Sigmundsson
Grettir Örn Ásmundsson
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir


Stefnt er á að streyma fundinum á eftirfarandi slóð (verður birt hér fyrir fundinn)

Strandabyggð 5. Ágúst 2022
Þorgeir Pálsson, Oddviti.

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón