Sveitarstjórnarfundur 1343 í Strandabyggð
Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. mars 2023
Fundur nr. 1343 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 14. mars kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Vinnufundur sveitarstjórnar frá 22. febrúar 2023, samþykktir frá þeim fundi til formlegrar staðfestingar
- Vinnufundur sveitarstjórnar frá 6. mars 2023, samþykktir frá þeim fundi til formlegrar staðfestingar
- Efla, kostnaðarmat v. endurbóta grunnskólans – til afgreiðslu
- Kaup á færanlegum skólastofum – til afgreiðslu
- Samningur slökkviliðs Strandabyggðar við Vegagerð ríkisins um hreinsun á vettvangi – til afgreiðslu
- Orkubú Vestfjarða beiðni um umsögn v. rannsókna á Gálmaströnd frá 6. desember 2022 – til afgreiðslu
- Kvíslatunguvirkjun, fundur með Orkubúi Vestfjarða 9. mars 2023 – til kynningar
- Orkubú Vestfjarða, erindi vegna Kvíslatunguvirkjunar frá 10. mars 2023 - til afgreiðslu
- Greinargerð vegna bréfs Hafdísar Sturlaugsdóttur til innviðaráðuneytis 22. febrúar 2023 – til kynningar
- Minnisblað sveitarstjóra, staðarval vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar – til afgreiðslu
- Minnisblað sveitarstjóra vegna innleiðingar nýrra laga um sorphirðu – til afgreiðslu
- Félagsþjónusta Stranda- og Reykhólahrepps, fundargerð frá 21. febrúar 2023 –til afgreiðslu
- Velferðarnefnd fundargerð frá 15. febrúar 2023 – til kynningar
- Sorpsamlag Strandasýslu, fundargerð frá 13. febrúar 2023 – til kynningar
- Sorpsamlag Strandasýslu, ársreikningur 2022 – til kynningar
- Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda, stjórnarfundur 2. mars 2023 – til kynningar
- Forstöðumannaskýrslur vegna febrúar – til kynningar
- Verkefni sveitarstjóra í febrúar – til kynningar/umræðu
- Náttúrustofa Vestfjarða ársreikningur 2022- til kynningar
- Fjórðungssamband Vestfjarða, boð á fjórðungsþing nr.68, 12. apríl 2023 á Ísafirði – til kynningar
- Vestfjarðastofa og Fjórðungssamband Vestfirðinga, fundargerðir 50 frá 18. janúar 2023 og 51 frá 15. febrúar 2023 – til kynningar
- Stjórn samtaka orkusveitarfélaga, bókun frá fundi 17. febrúar 2023 – til kynningar
- Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð nr. 919 frá 28. Febrúar 2023- til kynningar
- Hafnarsamband Íslands fundargerð nr. 450 frá 17. febrúar 2023 – til kynningar
- Dagur Norðurlandanna, erindi frá 23. mars 2023 – til kynningar
- Dýraverndarsamband Íslands, hvatning til sveitarfélaga 10. febrúar 2023 - til kynningar
- Ungmennaráð, fundur með sveitarstjórn
Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Þorgeir Pálsson
Jón Sigmundsson
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir
Stefnt er á að streyma fundinum á youtube síðu Strandabyggðar https://www.youtube.com/channel/UCeIjqjE2w2-V0IMQ9ZxplvA
Strandabyggð 10. Mars 2023
Þorgeir Pálsson oddviti