Sveitarstjórnarfundur 1350 í Strandabyggð
Salbjörg Engilbertsdóttir | 08. september 2023
Fundur nr. 1350 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 12. september kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Viðauki III við fjárhagsáætlun 2023 – til afgreiðslu
- Fjárhagsáætlun 2024-2027, skipulag – til afgreiðslu
- Breyting á fyrirkomulagi skólamötuneytis – til afgreiðslu
- Staða í framkvæmdum við grunnskóla ásamt aðaluppdrætti– til afgreiðslu
- Endurgerð leikskólalóðar – til afgreiðslu
- Erindi frá slökkviliðsstjóra, ósk um aukið fjárframlag til slökkviliðs – til afgreiðslu
- Erindi frá Steinunni Magney Eysteinsdóttur f. hönd foreldra varðandi flutning Lillaróló – til afgreiðslu
- Sameiningarviðræður – til afgreiðslu
- Sterkar Strandir, umsókn um áframhald – til afgreiðslu
- Breytingar á nefndarskipan – til afgreiðslu
- Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7. september 2023 – til afgreiðslu
- Minnisblað frá Orkubúi Vestfjarða v. hleðsluinnviða 6.september 2023 – til afgreiðslu
- Hornsteinar, ársreikningur ásamt fundargerð aðalfundar 14. ágúst 2023 – til kynningar
- Erindi frá Óbyggðanefnd um niðurstöður þjóðlendumála í Ísafjarðarsýslum – til kynningar
- Skipulagsstofnun, álit um matsáætlun Kvíslatunguvirkjunar – til kynningar
- Erindi frá Samkeppniseftirliti, rannsókn á alvarlegu samráði á flutningamarkaði – til kynningar
- Forstöðumannaskýrslur – til kynningar
- Vinnuskýrsla sveitarstjóra í ágúst– til kynningar og umræðu
- Fjórðungsþing nr. 68 haldið í Bolungarvík 6.-7. október 2023 – til kynningar
- Innviðaráðuneytið, hvatning um mótun málstefnu 5.september 2023
- Stjórn Hafnasambands Íslands fundargerð nr. 454 frá 18. ágúst 2023 –til kynningar
- Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð nr. 144 frá 7. september 2023 ásamt fjárhagsáætlun 2024 og drögum að gjaldskrá – til kynningar
Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Þorgeir Pálsson
Jón Sigmundsson
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir
Stefnt er á að streyma fundinum á youtube síðu Strandabyggðar https://www.youtube.com/channel/UCeIjqjE2w2-V0IMQ9ZxplvA
Strandabyggð 8. september 2023
Þorgeir Pálsson oddviti