Sveitarstjórnarfundur nr. 1278
Fundur sveitarstjórnar í Strandabyggðar nr. 1278 var haldinn þriðjudaginn 17. júlí 2018 á Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Ingibjörg Benediktsdóttir bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Ingibjargar sátu fundinn Jón Gísli Jónsson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir og Eiríkur Valdimarsson. Ingibjörg Benediktsdóttir ritaði fundargerð.
Jón Gísli gerir athugasemd við fundarboð að það þurfi að koma fram að um aukafund sveitarstjórnar sé að ræða.
Í upphafi fundar boðar oddviti afbrigði við dagskrá að undir lið 12 verði umboð um verkefnastjórnun varðandi ljósleiðaratengingu.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Ráðning sveitarstjóra
Tekin var til umræðu ráðningasamningur við Þorgeir Pálsson um starf sveitarstjóra í Strandabyggð. Samningurinn samþykktur samhljóða af sveitarstjórn og Þorgeir boðin hjartanlega velkomin til starfa hjá Strandabyggð.
2. Mánaðarskýrslur forstöðumanna
Lagt fram til kynningar
3. Minnisblað frá fundi Áhaldahúss og sveitarstjórnar 6. júlí s.l.
Mætt voru Ingibjörg Benediktsdóttir, Eiríkur Valdimarsson, Guðfinna Hávarðardóttir, Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir og Sigurður Marínó Þorvaldsson. Sigurður útskýrði vatnsveitu og til hvaða aðgerða er hægt að grípa í stöðunni. Vatnið okkar kemur frá Ósá og úr borholu fyrir ofan flugvöll. Allt vatn sem kemur úr vatnsbóli við Ósá er geislað. Við holuna úti við flugvöll er ekki geislun á vatninu. Fimmtudaginn 28. Jún var tekið sýni á Hólmavík sem var mengað. Mánudaginn 2. Júl voru tekin 4 sýni. Eitt mengað. Sýni út vatnsveitu voru ómenguð.
Miðvikudaginn 4. Júl voru tekin 4 sýni á sömu stöðum, auk þess var tekið sýni úr læknum fyri rofan borholu. Öll sýni ómenguð.
Til öryggis hefur borholan við flugvöll verið tekin úr notkunn tímabundið.
Forstöðumaður Áhaldahús mælir með því að keypt verið geislatæki strax á holuna. Einnig mælir hann með að skoðaður verði sá möguleiki að setja dælu á miðja leið frá Ósárveitu að tanki.
Samþykkt er að kaupa geislunartæki strax.
4. Samstarf við Reykhólahrepp um þjónustu persónuverndarfulltrúa
Lagður er fram verk- og þjónustusamningur frá Pacta lögmönnum. Sveitarfélögin Reykhólahreppur og Strandabyggð hafa farið þess á leit við Pacta lögmenn að sveitarfélögin vinni saman að innleiðingu nýrra laga um persónuvernd. Samningurinn tekur til verkefnisstjórnunar, ráðgjafar og lögfræðiþjónustu Pacta fyrir sveitarfélagið við innleiðingu nauðsynlegra breytinga á vinnslu, skráningu, meðhöndlun og vistun persónuupplýsinga til samræmis við reglugerð ESB 2016/679 og lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Hluti samningsins er að lögmaður hjá Pacta gegni starfi persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samning við Pacta og samstarf með Reykhólahrepp.
5. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 9. júlí s.l.
Varðandi lið 2 þá vill sveitarstjórn ekki taka afstöðu til framkvæmda á nyrðri reit á Felli fyrr en eftir skoðun varðandi svæðisskipulag sbr. kafli 6.3 í svæðisskipulagi.
Varðandi lið 3 þá leggur sveitarstjórn til að Eiríkur Valdimarsson sjái um að skipuleggja aðgerðir gegn ágengum plöntum.
Varðandi lið 7 samþykkir sveitarstjórn að klára vinnu umferðarsamþykktar.
Fundargerð samþykkt samhljóða að öðru leiti
6. Kosning í fulltrúaráð Vestfjarðastofu
Sveitarstjórn skipar Ingibjörgu Benediktsdóttur í fulltrúaráð Vestfjarðarstofu fyrir hönd Strandabyggðar.
7. Kosning í svæðisráð strandsvæðisskipulags Vestfjarða
Sveitarstjórn fagnar að vinna við strandsvæðisskipulag sé að hefjast og felur oddvita að ræða við oddvita annarra sveitarfélaga á Ströndum og Reykhólum um skipan fulltrúa.
8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. júní sl.
Lagt fram til kynningar
9. Hafnarsambandsþing 25.-26. október n.k.
Lagt fram til kynningar
10. Fundargerð stjórnar NAVE frá 7. júní sl.
Lagt fram til kynningar
11. Fundargerð Starfsendurhæfingar Vestfjarða frá 8. maí sl.
Lagt fram til kynningar
12. Umboð um verkefnastjórnun varðandi ljósleiðara
Sveitarstjórn felur Jóni Gísla Jónssyni að annast verkefnastjórnun varðandi ljósleiðaralagningu í Strandabyggð.
Jón Gísli situr hjá við afgreiðslu málsins. Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl: 18:12
Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Ingibjörg Benediktsdóttir
Jón Gísli Jónsson
Eiríkur Valdimarsson