Sýningar á söngleiknum "Grease" framundan!
Undanfarnar vikur hafa staðið yfir æfingar hjá unglingum í Grunn- og Tónskóla Hólmavíkur en þau réðust í það metnaðarfulla verkefni að setja upp söngleikinn "Grease" í samvinnu við m.a. Leikfélag Hólmavíkur og Félag eldri borgara. Verður frumsýning á verkinu fimmtudaginn 25. mars og næstu sýningar föstudaginn 26. mars og laugardaginn 27. mars. Sýningar verða í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefjast þær kl. 20:00. Leikstjóri sýningarinnar er Jóhanna Ása Einarsdóttir og tónlistarstjóri Stefán S. Jónsson. Fjölmargir koma að sýningunni en stjörnur sýningarinnar eru þó nemendur sjálfir sem sjá um söng, undirspil, lýsingu, hljóð og sviðsetningu. Eru íbúar Strandabyggðar sem og allir aðrir hvattir til að mæta enda mikil og góð skemmtun í boði.