Sýslumaðurinn á Vestfjörðum auglýsir eftir Aðalbókara
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum auglýsir laust til umsóknar starf aðalbókara við embættið. Starfshlutfall er 60-100% eftir nánara samkomulagi um hvort öðrum verkefnum verði sinnt jafnhliða bókarastarfi.
Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst.
Æskileg starfsstöð er á skrifstofu embættisins á Patreksfirði en einnig má sinna starfinu á skrifstofu embættisins á Hólmavík eða Ísafirði.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Umsjón, eftirlit og ábyrgð á bókhaldi embættisins og afstemmingum
• Annast mánaðarlegt uppgjör
• Gerð rekstraráætlana
• Innra eftirlit.
• Aðstoð við stjórnendur og starfsmenn
• Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
• Góð almenn menntun og íslenskukunnátta
• Reynsla af bókhaldsstörfum æskileg
• Einhver þekking og reynsla af reikningshaldi og áætlanagerð
• Þekking og kunnátta á helstu tölvukerfi
• Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
• Jákvætt viðmót, góð samskiptahæfni og þjónustulund
• Nákvæmni, frumkvæði, ábyrgðartilfinning, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til og með 19. desember nk.
Nánari upplýsingar Aðalbókari hjá Sýslumanninum á Vestfjörðum | Ísland.is (island.is)
Umsóknir skulu sendar í tölvupósti til:
Jónas B. Guðmundsson, sýslumaður, netfang jg@syslumenn.is, s. 458 2400 og
Helga Dóra Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri, netfang hdk@syslumenn.is, s. 458 2400,
sem jafnframt veita nánari upplýsingar um starfið.