Þjóðfræðistofa - Frásagnasafnið í Hnyðju
| 10. júlí 2013
Þjóðfræðistofa heldur nú áfram með söfnun á frásögnum Strandamanna. Nokkuð vel hefur gengið að safna í sarpinn og margar mjög skemmtilegar sagnir hafa þegar komið fram.
Við hvetjum eindregið sem flesta til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og segja frá hverju því sem ykkur dettur í hug - hvort heldur sem það tengist endurminningum, lífsháska eða bara hversdagslífinu.
Frásagnasafnið verður opið í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík, alla virka daga í júlímánuði á milli kl. 13 - 15.