Til fyrirmyndar: Eldri borgarar á Ströndum
| 01. desember 2011
Það er vel við hæfi á þessum fyrsta degi aðventunnar að tilnefna eldri íbúa á Ströndum til fyrirmyndar fyrir öflugt framlag og virka þátttöku í menningar- og félagslífi hérlendis sem erlendis og fyrir gefandi nærveru. Spila- og skákdagar í flugstöðinni á sunnudögum, samveru- og upplestrarstundir á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík á miðvikudögum, boccia í Íþróttamiðstöðinni á föstudögum og skiplagðar gönguferðir um Hólmavík og nágrenni tvisvar í viku er meðal þess sem Félag eldri borgara í Strandabyggð stendur fyrir en formaður félagsins er Maríus Kárason.
Íbúar fjölmenna einnig í félagsstarf aldraðra í Félagsheimilinu á Hólmavík á þriðjudögum undir handleiðslu Ingibjargar Sigurðardóttir auk þess sem eldri borgarar taka virkan þátt í öðru menningar- og félagslífi í Strandabyggð og er þar af nógu að taka. Eldri íbúar eru virkir meðlimir í félagasamtökum eins og Lionsklúbbi Hólmavíkur og Kvenfélaginu Glæðum. Þeir samgleðjast einnig börnum og ungmennum í félagsstarfi á þeirra vegum, s.s. tónleikum Tónskólans, viðburðum í leik- og grunnskóla auk þess sem ömmur og afar mæta á Samfés viðburði á Hólmavík (Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi) svo eitthvað sé nefnt. Þá má daglega sjá eldri borgara sinna útivist og hreyfingu í sundlauginni á Hólmavík og í gönguferðum um bæinn og dreifbýli á Ströndum öðrum yngri íbúum til fyrirmyndar.
Þrátt fyrir að margt sé um að vera á svæðinu er það að sjálfsögðu ekki nóg fyrir kröftuga Strandamenn. Eldri íbúar hafa verið duglegir að leggja land undir fót og farið í lengri ferðir bæði hér innanlands sem og erlendis og hafa á ferðalögum sínum notið dyggrar fararstjórnar Hallfríðar Sigurðardóttur á Svanshóli. Á ferðum sínum hefur hópurinn kynnst framandi menningu og miðlað upplýsingum um líf og starf á Ströndum.
Það eru eftirsóknarverð forréttindi að njóta nærveru eldri íbúa á Ströndum og fá innsýn inn í þá þekkingu sem aðeins er fengin með margra áratuga reynslu af lífinu.
Fréttaþátturinn Til fyrirmyndar er afsprengi hvatningarátaksins Til fyrirmyndar sem tileinkað var Frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni á 30 ára kosningarafmæli Vigdísar, þann 29. júní 2010. Í átakinu voru Íslendingar hvattir til að staldra við og huga að því sem vel er gert, jafnt stóru sem smáu. Sveitarfélagið Strandabyggð hvetur lesendur til að senda inn ábendingar um það sem ykkur finnst vera til fyrirmyndar á Ströndum. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Strandabyggðar eða sendið póst á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is merkt Til fyrirmyndar.
Íbúar fjölmenna einnig í félagsstarf aldraðra í Félagsheimilinu á Hólmavík á þriðjudögum undir handleiðslu Ingibjargar Sigurðardóttir auk þess sem eldri borgarar taka virkan þátt í öðru menningar- og félagslífi í Strandabyggð og er þar af nógu að taka. Eldri íbúar eru virkir meðlimir í félagasamtökum eins og Lionsklúbbi Hólmavíkur og Kvenfélaginu Glæðum. Þeir samgleðjast einnig börnum og ungmennum í félagsstarfi á þeirra vegum, s.s. tónleikum Tónskólans, viðburðum í leik- og grunnskóla auk þess sem ömmur og afar mæta á Samfés viðburði á Hólmavík (Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi) svo eitthvað sé nefnt. Þá má daglega sjá eldri borgara sinna útivist og hreyfingu í sundlauginni á Hólmavík og í gönguferðum um bæinn og dreifbýli á Ströndum öðrum yngri íbúum til fyrirmyndar.
Þrátt fyrir að margt sé um að vera á svæðinu er það að sjálfsögðu ekki nóg fyrir kröftuga Strandamenn. Eldri íbúar hafa verið duglegir að leggja land undir fót og farið í lengri ferðir bæði hér innanlands sem og erlendis og hafa á ferðalögum sínum notið dyggrar fararstjórnar Hallfríðar Sigurðardóttur á Svanshóli. Á ferðum sínum hefur hópurinn kynnst framandi menningu og miðlað upplýsingum um líf og starf á Ströndum.
Það eru eftirsóknarverð forréttindi að njóta nærveru eldri íbúa á Ströndum og fá innsýn inn í þá þekkingu sem aðeins er fengin með margra áratuga reynslu af lífinu.
Fréttaþátturinn Til fyrirmyndar er afsprengi hvatningarátaksins Til fyrirmyndar sem tileinkað var Frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni á 30 ára kosningarafmæli Vigdísar, þann 29. júní 2010. Í átakinu voru Íslendingar hvattir til að staldra við og huga að því sem vel er gert, jafnt stóru sem smáu. Sveitarfélagið Strandabyggð hvetur lesendur til að senda inn ábendingar um það sem ykkur finnst vera til fyrirmyndar á Ströndum. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Strandabyggðar eða sendið póst á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is merkt Til fyrirmyndar.