Til fyrirmyndar: Starfsfólk Heilsugæslunnar á Hólmavík
Jákvæð og uppbyggileg samskipti eru lykill að farsæld samfélaga. Starfsfólk Heilsugæslunnar á Hólmavík er þar til mikillar fyrirmyndar og leggur sitt af mörkum við að stuðla að heilbrigðu, hraustu og góðu samfélagi á Ströndum.
Fréttaþátturinn Til fyrirmyndar er afsprengi hvatningarátaksins Til fyrirmyndar sem tileinkað var Frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni á 30 ára kosningarafmæli Vigdísar, þann 29. júní 2010. Í átakinu voru Íslendingar hvattir til að staldra við og huga að því sem vel er gert, jafnt stóru sem smáu. Sveitarfélagið Strandabyggð hvetur lesendur til að senda inn ábendingar um það sem ykkur finnst vera til fyrirmyndar á Ströndum. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Strandabyggðar eða sendið póst á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is merkt Til fyrirmyndar.