Tilboð í Hólmavíkurhöfn opnuð
| 02. ágúst 2011
28. júlí 2011 voru opnuð tilboð í verkið "Hólmavík, endurbygging stálþils" á skrifstofu Siglingastofnunar Íslands í Kópavogi, en það snýst um að endurnýja stálþil við hafskipabryggjuna á Hólmavík. Þrjú tilboð bárust í verkið og voru þau öll undir kostnaðaráætlun verkkaupa sem hljóðaði upp á 57.385.600.-. Lægsta tilboðið kom frá fyrirtækinu Ísar ehf í Reykjavík og var það upp á 35.936.300.- Einnig buðu í verkefnið Seljuskógar ehf í Kópavogi upp á 47.912.750.- og frá Íslenska gámafélaginu ehf í Reykjvaík upp á 51.381.487.-
Frétt af www.strandir.is
Frétt af www.strandir.is