Tilnefningar til íþróttaverðlauna Strandabyggðar
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2022 í Strandabyggð. Senda skal tilnefningar ásamt rökstuðningi á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is, eigi síðar en á hádegi 23. janúar 2023.
Öll mega senda inn tilnefningu og frjálst er að nefna fleiri en einn aðila, en íþróttafólkið þarf að hafa haft lögheimili í Strandabyggð á síðastliðnu ári.
Samkvæmt reglugerð um útnefningu á íþróttamanni ársins hefur Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd umsjón með valinu á ári hverju. Upplýst verður um valið á síðar í mánuðinum.
Handhafi viðurkenningarinnar hlýtur til vörslu í eitt ár farandbikar sem íþróttafélag lögreglumanna á Hólmavík gefur.
Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar hvetur alla til að nýta þetta tækifæri til að minnast þeirra afreka sem íþróttafólk okkar hefur unnið á liðnu ári.
Íþróttaverðlaun ársins 2021
Íþróttamaður Strandabyggðar 2021 er Guðmundur Viktor Gústafsson en hann hlaut þessa viðurkenningu fyrir afrek sín á sviði golfíþróttarinnar en hann náði þeim árangri að komast í landsliðssæti eldri kylfinga í aldursflokknum 65+ með forgjöf. Guðmundur æfir á golfvellinum okkar á Skeljavíkurgrundum með Golfklúbbi Hólmavíkur og er einn af stofnmeðlimum klúbbsins frá 1994.
Hvatningarverðlaun Strandabyggðar, hlaut Þórey Dögg Ragnarsdóttir skíðakona. Þórey hefur æft gönguskíðaíþróttina frá barnsaldri, sótt námskeið erlendis og keppt á mótum með góðum árangri. Hún æfir með Skíðafélagi Strandamanna og hefur einnig verið liðtæk við þjálfun og kennslu síðustu ár.