Tilraunaeldhús - áhugasamir hvattir til að sækja um
| 28. nóvember 2011
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem vilja fara í gegnum tilraunaferli í framleiðslueldhúsinu í Félagsheimilinu á Hólmavík. Eldhúsið hefur fengið vottun sem framleiðslueldhús og því er ekki eftir neinu að bíða. Sá aðili sem fer fyrstur í gegnum ferlið þarf ekki að borga leigu fyrir eldhúsið en vinna hans nýtist við að koma upp stöðluðu vinnuferli við útleigu á framleiðslueldhúsinu fyrir aðra matvöruframleiðendur.
Umsóknarfrestur ásamt lýsingu á þeirri matvöru sem á að framleiða þarf að berast til skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 fyrir kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 5. desember 2011. Einnig er hægt að senda umsóknir á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is merktar Tilraunaeldhús. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar í síma 616 9770.
Umsóknarfrestur ásamt lýsingu á þeirri matvöru sem á að framleiða þarf að berast til skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 fyrir kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 5. desember 2011. Einnig er hægt að senda umsóknir á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is merktar Tilraunaeldhús. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar í síma 616 9770.