Tímabundið starf skólastjóra Grunn- og tónskóla Hólmavíkur
Skólinn er samrekinn grunn- og tónlistarskóli sem leggur áherslu á tónlist og tjáningu í skólastarfi. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám og samvinnu. Sveitarfélagið Strandabyggð er að hefja úttekt á kostum og göllum sameiningar grunn-, leik- og tónskóla í sveitarfélaginu.
Starfssvið
• Stjórn og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlunum og rekstri
• Fagleg forysta
• Stuðla að framþróun í skólastarfi
• Leiða samstarf starfsmanna, nemenda, heimila og skólasamfélagsins í heild
Menntun og hæfni
• Grunnskólakennaramenntun og önnur reynsla skv. lögum nr. 87/2008, 12. gr.
• Sjálfstæði í starfi og skipulögð vinnubrögð
• Framúrskarandi hæfni í samskiptum og sterk löngun til að ná árangri í starfi
• Stjórnunar- og leiðtogahæfni
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Skilyrði er að skólastjóri verði búsettur innan sveitarfélagsins.
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Benediktsdóttir formaður Menntasviðs Strandabyggðar í s: 663 0497. Umsóknir ásamt ferilskrá og upplýsingar um umsagnaraðila skal senda á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík. Umsóknarfrestur er til og með 17. júlí 2012.