Tómstundafulltrúi í Strandabyggð
Sveitarfélagið Strandabyggð óskar eftir umsóknum um nýtt starf tómstundafulltrúa í sveitarfélaginu. Um er að ræða 75-100% starf eftir samkomulagi.
Tómstundafulltrúi mun sinna fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum sem tengjast menningarmálum, tómstunda- og íþróttastarfi í sveitarfélaginu og hafa yfirumsjón með þeim málaflokkum.
Mikilvægur hluti af verksviði tómstundafulltrúa er að veita Félagsmiðstöðinni OZON á Hólmavík forstöðu, vinna að stefnumörkun fyrir starfsemina og bera ábyrgð á fjármunum félagsmiðstöðvarinnar.
Hugmynda-, undirbúnings- og skipulagsvinna verður viðamikill þáttur í starfi tómstundafulltrúa. Hann á að vinna að því að efla félagslíf og tómstundastarf ólíkra aldurshópa í sveitarfélaginu og annast samskipti við félagasamtök og stofnanir. Tómstundafulltrúi mun einnig sinna viðburðastjórnun við atburði og uppákomur á vegum sveitarfélagsins eftir því sem við á og taka þátt í stýrihóp sveitarfélagsins um forvarnir. Þá er tómstundafulltrúa ætlað að vinna að fjármögnun verkefna og undirbúa skapandi starf vinnuskóla og sjálfboðaliðasamtaka í sveitarfélaginu.
Hæfnis- og menntunarkröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg
- Hæfni í mannlegum samskiptum, forystu- og skipulagshæfileikar
- Góð almenn tölvukunnátta
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
- Frumkvæði og hugmyndaauðgi
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað til:
Skrifstofu Strandabyggðar, s. 451-3510
Hafnarbraut 19
510 Hólmavík
Netfang: holmavik@holmavik.is
Umsóknarfrestur er til 10. desember 2010.