Tónlist fyrir alla
| 27. febrúar 2012
Í dag 27. febrúar munu tónlistarmennirnir Páll Eyjólfsson gítarleikari og Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari flytja efnisskrá í tengslum við verkefnið Tónlist fyrir alla. Þau leika fyrir nemendur í Grunnkólanum á Hólmavík, Grunnskólanum á Drangsnesi og Finnbogastaðaskóla. Dagskráin fer fram í Hólmavíkurkirkju og hefst klukkan 11:10.
Upphaf skólatónleika á Íslandi - Tónlist fyrir alla má rekja aftur til ársins 1994, þegar íslensku þjóðinni barst peningagjöf frá Norðmönnum í tilefni af lýðveldisafmæli Íslands arið 1994 og skyldu þessir fjármunir notaðir til að efla tónlistar- og menningarstarf í grunnskólum á Íslandi. Allt frá árinu 1995 hefur verði staðið fyrir tónleikum á grunnskólum landsins þar sem boðið er upp á vandaða skólatónleika fyrir börn þar sem skemmtun og menntun haldast í hendur.
Leitast er við að bjóða upp á fjölbreytta tónlist í hæsta gæðaflokki í flutningi atvinnutónlistarfólks. Upplifun barnanna af tónleikunum er lykilatriði og áhersla er lögð á að hún verði sem allra best.
Skólatónleikar á Íslandi - Tónlist fyrir alla er sjálfstætt starfandi stofnun en rekin á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Frétt af vef Grunn- og Tónskólans á Hólmavík.
Upphaf skólatónleika á Íslandi - Tónlist fyrir alla má rekja aftur til ársins 1994, þegar íslensku þjóðinni barst peningagjöf frá Norðmönnum í tilefni af lýðveldisafmæli Íslands arið 1994 og skyldu þessir fjármunir notaðir til að efla tónlistar- og menningarstarf í grunnskólum á Íslandi. Allt frá árinu 1995 hefur verði staðið fyrir tónleikum á grunnskólum landsins þar sem boðið er upp á vandaða skólatónleika fyrir börn þar sem skemmtun og menntun haldast í hendur.
Leitast er við að bjóða upp á fjölbreytta tónlist í hæsta gæðaflokki í flutningi atvinnutónlistarfólks. Upplifun barnanna af tónleikunum er lykilatriði og áhersla er lögð á að hún verði sem allra best.
Skólatónleikar á Íslandi - Tónlist fyrir alla er sjálfstætt starfandi stofnun en rekin á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Frétt af vef Grunn- og Tónskólans á Hólmavík.