A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tvö ný íslensk leikverk frumsýnd

| 28. apríl 2015
Miðvikudaginn 29. apríl verða frumsýnd tvö ný íslensk leikverk á Hólmavík.

Leikhópurinn Kva1urinn & dvergarnir sjö, leiklistarval Grunnskólans á Hólmavík, frumsýnir Útskriftarferðina eftir Björk Jakobsdóttur í samstarfi við Leikfélag Hólmavíkur en Esther Ösp Valdimarsdóttir leikstýrir. Um er að ræða bráðskemmtilegt verk um unglingahóp sem fer í tjaldútilegu við lok 10. bekkjar og þar kemur ýmislegt óvænt upp á.

Ungmennahúsið Fjósið og Leikfélag Hólmavíkur frumsýna Hlauptu, týnstu eftir Berg Ebba Benediktsson textahöfund, leikskáld og lögfræðing í leikstjórn Jóns Jónssonar og Eiríks Valdimarssonar.

Leikritin eru sýnd á sömu sýningu í Félagsheimilinu á Hólmavík, fyrir og eftir hlé og eru sýningartímar eftirfarandi:
29. apríl kl. 20:00
3. maí kl. 16:00
7. maí kl. 20:00
Miðaverð er 1.500 kr. ekkert aldurstakmark er á sýningarnar í þeim koma fyrir unglingar með ýmiss konar áhugamál og talsmáta.

Sýningarnar eru hluti af verkefninu Þjóðleik sem er á vegum Þjóðleikhússins. Báðar sýningarnar munu taka þátt í Þjóðleikshátíðinni á Vestfjörðum sem fram fer í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 9. og 10. maí næstkomandi.

Öll velkomin.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón