Umsóknir í Tónskólann fyrir næsta skólaár
| 03. maí 2022
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir nám í Tónskólanum á Hólmavík veturinn 2022-2023: http://tiny.cc/TonskSkraning2022
Lokað verður fyrir skráningu kl. 09:00 mánudaginn 30. maí 2022 og gengið frá nemendalistum fyrir haustið. Ef einhver pláss eru enn laus eftir það verður opnað aftur fyrir skráningar fyrrihluta ágústmánaðar. Vakin er athygli á því að þegar umsókn hefur verið samþykkt er nemandinn skráður í Tónskólann allt skólaárið, bæði haustönn og vorönn. Núverandi hljóðfæra- og söngnemendur þurfa einnig að skila inn umsókn vilji þeir halda áfram tónlistarnámi. Ekki þarf að sækja um í barnakór eða fyrir tónlistarstund (forskóla).
Athugið að ekki er víst að hægt verði að koma öllum umsækjendum að á þau hljóðfæri sem þeir sækja um og reglan sem kemur til með að gilda er "fyrstur sækir um, fyrstur fær". Þeir nemendur sem skrá sig fyrir 30. maí hafa forgang en aðrir nemendur (sem eru skráðir síðar) fara aftast á listann.
Boðið er upp á einkatíma fyrir alla nemendur sem eru í 4. bekk og eldri. Allir hljóðfæra- og söngnemendur verða einnig í tónfræði einu sinni í viku. Hóptímar verða í boði fyrir yngri nemendur (frá elsta leikskólahópnum upp í 3. bekk).
Hljóðfæra- og söngnemendur fá tvo 30 mínútna tíma á viku, ef miðað er við fullt nám.
Einnig verður skólakór í boði fyrir nemendur í 2. til 6. bekk og rokkband fyrir nemendur í 7.-10. bekk.
Hljóðfæra- og söngnámið sem er í boði:
Blokkflauta
Þverflauta
Saxófónn
Klarinett
Einsöngur (6. bekkur yngst)
Píanó
Þverflauta
Saxófónn
Klarinett
Einsöngur (6. bekkur yngst)
Píanó
Popppíanó (6. bekkur yngst)
Gítar
Rafbassi
Ukulele
Trommusett
Rafbassi
Ukulele
Trommusett
Kostnaður við námið kemur fram í gjaldskrá Strandabyggðar: http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/gjaldskrar/skra/2432/
Skráning fer fram hér: http://tiny.cc/TonskSkraning2022
Fyrirspurnum má beina til deildarstjóra Tónskólans í tölvupóstfangið bragi (hjá) strandabyggd.is