Unglingar í Strandabyggð vilja samveru með fjölskyldunni
| 02. nóvember 2012
Síðasta miðvikudag var Forvarnardagurinn haldinn um land allt. Hann var einnig haldinn í Grunnskólanum á Hólmavík, en þar unnu unglingar í 8. og 9. bekk ítarlega verkefnavinnu. Arnar S. Jónsson hafði umsjón með vinnunni sem fól það m.a. í sér að krakkarnir horfðu á myndbönd og unnu síðan í hópum þar sem farið var yfir hvað krökkunum finnst um samveru fjölskyldunnar, æskulýðs- og íþróttastarf og áfengisneyslu. Þar kom í ljós að samvera með fjölskyldunni er þeim ofarlega í huga - enda er hún ein besta forvörn sem til er.
Hægt er að sjá niðurstöður krakkanna úr Grunnskólanum á Hólmavík með því að smella hér.
Hægt er að sjá niðurstöður krakkanna úr Grunnskólanum á Hólmavík með því að smella hér.