A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ungmennaráð hittir sveitarstjórn

| 12. febrúar 2020
Ungmennaráð Strandabyggðar hitti sveitarstjórn og sveitarstjóra á fundi í gær, 11. febrúar í Hnyðju.  Þar var mikið rætt og skipst á skoðunum um ýmislegt; allt frá aðgengi að orkudrykkjum til heimsókna ungmennaráðs á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík.  Ungmennin ætla að heimsækja heilbrigðisstofnunina einu sinni í viku til að spjalla við vistmenn, spila og hafa gaman.

Fram kom á fundinum að Ungmennaráð vill virkja nemendur innan grunnskólans, efla nemendaráð og vera almennt virkar í að móta sitt umhverfi.  Rætt var um símabann, sem nemendur sjálfir settu á í skólanum þessa vikuna og þótti þeim öllum það gott fyrirkomulag.

Sveitarstjórn tók fagnandi á móti ungmennaráði og hvetur til fleiri heimsókna af þessu tagi.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón