A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ungmennaþing

| 06. febrúar 2018
« 1 af 3 »

Í kvöld þriðjudaginn 6.febrúar hélt Ungmennaráð Strandabyggðar í samstarfi við björgunarsveitina Dagrenning ungmennaþing í Rósubúð. Jóhanna Guðbjörg Rósmundsdóttir og Björk Ingvarsdóttir tóku á móti ungmennunum, kynntu starfsemi björgunarsveitarinnar og búnað. Mæting var mjög góð og áhugi mikill fyrir björgunarsveitinni. Ungliðahreyfingin Sigfús sem er á vegum Dagrenningar mun hefja störf í apríl og eru öll ungmenni á aldrinum 13 – 18 ára hvött til að skrá sig en það verður auglýst betur síðar. Eins eru ungmenni á aldrinum 18 – 25 ára hvött til að skrá sig í björgunarsveitina en það er gert með því að senda tölvupóst á netfangið bjsvdagrenning@gmail.com. Ungmennaráð vill þakka öllum fyrir komuna og þakka björgunarsveitinni fyrir samstarfið og þeirra framtak.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón