Upptökur af sveitarstjórnarfundum
Þorgeir Pálsson | 10. október 2023
Kæru íbúar Strandabyggðar,
Ákveðið hefur verið að hætta upptökum og útsendingum af sveitarstjórnarfundum í Strandabyggð. Sú faglega og málefnalega umræða sem vonast var eftir að myndi fylgja í kjölfar útsendinga af fundunum, hefur því miður ekki skilað sér. Efni fundanna hefur því miður orðið tilefni til ómálefnalegrar umræðu og niðurrifs, sem við sem samfélag getum vel verið án. Mikilvægt er að sveitarstjórn sameinist um að snúa þessari þróun við.
Sem fyrr eru allir sveitarstjórnarfundir í Strandabyggð opnir og eru íbúar hvattir til að mæta í Hnyðju á þessa fundi, ef þeir vilja fylgjast með umræðu sveitarstjórnar.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti
Ákveðið hefur verið að hætta upptökum og útsendingum af sveitarstjórnarfundum í Strandabyggð. Sú faglega og málefnalega umræða sem vonast var eftir að myndi fylgja í kjölfar útsendinga af fundunum, hefur því miður ekki skilað sér. Efni fundanna hefur því miður orðið tilefni til ómálefnalegrar umræðu og niðurrifs, sem við sem samfélag getum vel verið án. Mikilvægt er að sveitarstjórn sameinist um að snúa þessari þróun við.
Sem fyrr eru allir sveitarstjórnarfundir í Strandabyggð opnir og eru íbúar hvattir til að mæta í Hnyðju á þessa fundi, ef þeir vilja fylgjast með umræðu sveitarstjórnar.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti