Úthlutun smástyrkja í Strandabyggð
| 12. október 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,
Í September sl. var úthlutað svokölluðum smástyrkjum. Eftirtaldir umsækjendur fengu styrki:
- Galdrasýningin ses – Galdrahátíð í tilefni af 20 ára afmælis safnsins
- Arnkatla – lista- og menningarfélag, til að ljúka 1. áfanga Skúlptúraslóðar á Hólmavík
- Sauðfjársetur á Ströndum. Til útgáfuverkefna setursins, en fyrirhugað er að gefa út bækur sem tengjast safninu og þeim rannsóknum sem unnar hafa verið í tengslum við tímabundnar sérsýningar og viðburði á safninu.
- Arnkatla – lista og menningarfélag. Skipulag vetrarhátíðar í janúar 2021, sem ætlað er að hafa jákvæð áhrif á menningarlíf og ferðaþjónustu á Ströndum.
Um leið og við óskum styrkþegum til hamingju með styrkina, þökkum við þeim fyrir áhugann á að bæta og efla menningar- og mannlíf á Ströndum og óskum þeim alls góðs í þeirra verkefnum í framtíðinni.
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar