A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Úttekt KPMG á greiðslum til Jóns Jónssonar og tengdum stofnunum/fyrirtækjum

Salbjörg Engilbertsdóttir | 30. september 2024

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar þann 9. júlí 2024 var eftirfarandi samþykkt samhljóða:

Tillaga:
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að leitað verði til endurskoðunarfyrirtækisins KPMG, sem annast endurskoðun ársreikninga sveitarfélagsins, um að gera úttekt á öllum greiðslum til Jóns Jónssonar, kt. 050468-4969 svo og þeirra fyrirtækja og stofnana sem eru/voru í hans eigu eða sem hann tengdist með stjórnarsetu, á þeim tíma sem hann sat í sveitarstjórn Strandabyggðar, þ.e. á árunum 2010 – 2014 og 2019 – 2022.
Við fyrrgreinda úttekt verði lagt mat á hvort fullnægjandi samþykktir eða samningar hafi staðið að baki þeim ákvörðunum af hálfu sveitarfélagsins sem lágu til grundvallar umræddum greiðslum/fjárveitingum og hvort þær hafi að öllu leyti verið teknar í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga, samþykkta og siðareglna Strandabyggðar.
Fyrrgreindri úttekt skal lokið við fyrsta tækifæri og eigi síðar en 30. september næstkomandi. Niðurstöður úttektarinnar skulu kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Tillagan er borin undir atkvæði sveitarstjórnar og er hún samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn felur jafnframt varaoddvita og skrifstofustjóra að senda beiðni til endurskoðanda sveitarfélagsins um að gera úttektina samkvæmt tillögunni.

Endurskoðunarfyrirtæki KPMG hefur nú unnið úttektina og skilað minnisblaði sem má finna hér, niðurstöður úttektarinnar eru sem hér segir:

"Ekki er annað að sjá en greiðslur til Jóns Jónssonar, kt. 050468-4969 svo og þeirra fyrirætkja og stofnana sem eru/voru í hans eigu eða sem hann tengdist með stjórnarsetur, á þeim tíma sem hann sat í sveitarstjórn Strandabyggðar, þ.e á árunum 2010-2014 og 2019-2022 hafi verið í samræmi við samninga og samþykktir sveitarstjórnar.

Einnig er ekki annað að sjá en Jón hafi gætt þess sem fulltrúi í sveitarstjórn að víkja sæti þegar framangreindir samningar voru til umfjöllunar." Vísað er í samninga Strandabyggðar við Strandagaldur ses og Sauðfjársetur ses.

Fram kemur einnig í úttektinni að Jón Jónsson hafi setið í stjórn Strandagaldurs ses frá nóvember 2018 til maí 2024 en hafði áður verið í stjórn til ársins 2007. Strandagaldur ses er sjálfseignarstofnun og því er ekki um eiginlega eigendur að ræða að félaginu. Samningar milli Strandagaldurs ses og Strandabyggðar eru styrktar- og samstarfssamningar. Í samningum er fjallað meðal annars um markmið og tilgang hans, árlegt fjárframlag og skuldbindingar vegna fjárframlags. Á tímabilinu 2010 til 2020 tóku samningarnir vegna reksturs Upplýsingamiðstöðvar á Hólmavík.

Sömuleiðis kemur fram að Sauðfjársetur á Ströndum ses var stofnað árið 2009 og samkvæmt fyrirliggjandi gögnum var Jón Jónsson aldrei í stjórn þess. Sauðfjársetur á Ströndum ses er sjálfseignastofnun og því ekki um eiginlega eigendur að ræða. Sammningar milli Sauðfjárseturs á Ströndum ses og Strandabyggðar eru styrktar- og samstarfssamningar og í þeim fjallað um markmið og tilgang, árlegt fjárframlag og skuldbindingar vegna fjárframlags. 

28. september 2024 KPMG

slóð á Minnisblaðið

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón