A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vegna Covid-19

| 16. mars 2020

Það eru skrýtnir og fordæmalausir tímar sem við lifum núna.  Samkomubann hefur verið sett á, viðburðum er frestað eða þeim aflýst, stofnunum er lokað fyrir heimsóknum og óviðkomandi aðgangur bannaður.  Framundan eru takmarkanir á skólahaldi, íþrótta- og tómstundahaldi og hvarvetna eru komnar verklagsreglur um umgengni á vinnustöðum og stofnunum.  Við fáum daglega nýjar upplýsingar um stöðu mála, en við fáum líka leiðbeiningar sem mikilvægt er að fylgja. 

 

Ég hvet foreldra til að kynna sér stöðu mála varðandi skólahald og má finna þær upplýsingar á heimasíðu Grunnskólans http://www.strandabyggd.is/grunnskolinn/

 

Eins hvet ég foreldra til að skoða heimasíðu Geislans varðandi takmarkanir á íþróttahaldi næstu daga, en þær upplýsingar eru á facebook síðu Geislans https://www.facebook.com/Geislinn-432791440074688/

 

Ákveðið hefur verið að skerða opnunartíma skrifstofu Strandabyggðar til að tryggja öryggi starfsmanna og koma í veg fyrir hugsanlega röskun á þessari starfsemi sveitarfélagsins.  Frá og með mánudeginum 16, mars 2020 er skrifstofa Strandabyggðar því opin frá kl 13-14, þar til annað verður ákveðið.


Að öðru leyti hafa ekki verið boðaðar breytingar á þjónustu sveitarfélagsins.  Við fylgjumst samt vel með og endurskoðum okkar áætlanir og þjónustu um leið og þörf krefur.

Umfram allt hvet ég þó alla til að halda ró sinni og sýna almenna skynsemi í einu og öllu, því það er margt sem við getum gert til að lágmarka alla áhættu.  Kynnum okkur málin, ræðum saman í rólegheitunum og veitum hvort öðru öryggi og stuðning.  Þetta mun líða hjá.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón