A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vegna gjaldskrárhækkanna

Þorgeir Pálsson | 02. febrúar 2023

Kæru íbúar Strandabyggðar,

 

Frá áramótum hafa vissar gjaldskrárhækkanir tekið gildi.  Það gerist samhliða fjárhagsáætlanagerð, að sveitarstjórn þarf að rýna í gjaldskrár og hækka þær, bæði til að viðhalda tekjum sveitarfélagsins en eins til að halda í við kostnaðarhækkanir við veitt þjónustustig.  Hér í Strandabyggð erum við vön tiltölulega háu þjónustustigi, hvort sem það ert.d. snjómokstur eða þjónusta leikskóla. 

 

Við þessa fjárhagsáætlanagerð tók sveitarstjórn þá ákvörðun, að hækka gjaldskrá almennt um 10% heilt yfir.  Við þá ákvörðun var fyrst og fremst horft til þess að sveitarfélagið er á viðkvæmum stað i sinni fjárhagslegu endurskipulagningu og því þurfa allar rekstrareiningar að skila tekjum til þeirrar endurskipulagningar. 

 

Fram hefur komið umræða um hækkun leikskólagjalds, sem nú er 42.480 með mat. í 8 tíma vistun. Hækkunin frá fyrra ári er kr.  3.865.- , eða úr kr. 38.615.- í kr. 42.480.-  Í ljósi þeirrar góðu og miklu starfsemi sem innt er af hendi á leikskólanum, er þetta ekki mikil hækkun.  Gjald í tónlistarskólann var einnig hækkað og gilda þar sömu rök og í öðru.

 

Á móti er rétt að hafa í huga, að leikskólagjöldum er ætlað að styðja við rekstur leikskólans og viðhalda því góða starfi sem þar fer fram.  Leikskólastigið er gífurlega mikilvægt, því þar er grunnurinn lagður.  Krakkarnir okkar koma vel undirbúin upp í grunnskóla og þannig viljum við hafa það.  Leikskólagjöld almennt á landinu eru of lág og hafa alls ekki fylgt launaþróun í landinu.  Ef við færum þá leið að takmarka hækkun leikskólagjalds, værum við einfaldlega að takmarka möguleika okkar til að bjóða jafn öflugt starf í leikskólanum og raun ber vitni.

 

Þá hafa einhverjar ábendingar komið fram varðandi innheimtu mötuneytiskostnaðar og hafa einhverjir foreldrar kallað eftir frádrætti þegar barn kemst ekki í skólann, fer í frí eða þess háttar.   Nú er það svo, að fyrirsjáanleiki í fjölda máltíða er lykilatriði fyrir þjónustuaðila sem sér skólunum fyrir mat.  Að auki er skrifstofa Strandabyggðar einfaldlega of fámenn til að hægt sé að standa í slíkum útreikningum mánaðarlega. Foreldrar greiða fæðiskostnað á  mánaðargrundvelli og út frá þeim fjölda sem skráður er í mat, er hægt að áætla innkaup.  Það er viðbúið að sérsniðinn taxti eftir fjölda matardaga hvers barns, myndi hækka matarkostnað verulega, enda aukið umfang og vinna sem þessu myndi tengjast. 

 

Það er von okkar að fólk sýni þessu fyrirkomulagi skilning og sé samstíga okkur í því að efla þjónustustigið en á sama tíma að sjá til þess að kostnaður við það sé viðráðanlegur.

 

Að lokum hvet ég foreldra til að hafa samband við mig beint thorgeir@trandabyggd.is eða í 899-0020, eða skrifstofu Strandabyggðar ef spurningar vakna, eða þið viljið koma á framfæri athugasemdum eða ábendingum.  Það er mikið álag á starfsfólki grunnskóla í að samhæfa kennslu á þremur stöðum og ég því bið ég ykkur að hlýfa þeim eins og kostur er.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón